Stöðva framkvæmdir við Suðurlandsveg vegna kæru Waldorfskólans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 11:15 Svona átti vegurinn að líta út ofan Lögbergsbrekku að lokinni tvöföldun. Vegagerðin Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar hafa verið stöðvaðar eftir að kæra barst frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Vegagerðarinnar. Nefndin telur ljóst að málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum laga Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins. Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við Fréttablaðið að Kópavogsbær sé nú með málið til skoðunar og hvernig bregðast megi við þeim athugasemdum sem hafa verið gerðar. Framkvæmdir hófust í desember í fyrra en bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku í október sama ár. Í lok nóvember, eftir að gengið var frá samningum við Vegagerðina, kærði Waldorfskóli ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar. Hér fyrir neðan má finna frétt Stöðvar 2 frá því síðasta sumar um verkið: Ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins Upphaflega var gert ráð fyrir að hliðarvegur sem tengja ætti Waldorfskóla við fyrirhuguð Geirlandsvegamót væri hluti af framkvæmdinni en hliðarvegurinn var felldur úr framkvæmdaleyfinu eftir að ábendingar bárust um að hann hafi ekki verið hluti af mati á umhverfisáhrifum frá 2009. Skólinn gerði ýmsar athugasemdir í málinu og fullyrti að tengimöguleikum skólans við Suðurlandsveg myndi fækka ef það yrði af framkvæmdinni. Þá væri framkvæmdin ekki í samræmi við aðalskipulag bæjarins þar sem gert er ráð fyrir þremur mislægum gatnamótum eða hringtorgi á þeim hluta Suðurlandsvegar sem er innan Kópavogsbæjar. „Það sé ekki í samræmi við áðurnefnt aðalskipulag sveitarfélagsins að hafa ekki mislæg gatnamót eða hringtorg sem tengi Suðurlandsveg við Waldorfskóla í Lækjarbotnum. Þar sem framkvæmdaleyfið fari í bága við aðalskipulag að þessu leyti beri að ógilda það,“ segir um málsrök kæranda í úrskurðinum. Þar að auki hafi ekki legið fyrir deiliskipulag. Ekki ljóst hvort bæjarstjórn hafi kynnt sér skýrslu framkvæmdaraðila Bæjaryfirvöld í Kópavogi héldu því aftur á móti fram að framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag þar sem getið er sérstaklega um tvöföldun Suðurlandsvegar. „Vissulega sé kveðið á um í umfjöllun aðalskipulags að fyrirhugaðar breytingar á veginum skuli gerðar í deiliskipulagi. Hins vegar líti Kópavogsbær ekki svo á að greind stefna sveitarfélagsins í aðalskipulagi fyrirgeri rétti þess til að grenndarkynna framkvæmdaleyfi þar sem deiliskipulag liggi ekki fyrir,“ segir um málsrök bæjarins í úrskurðinum. Nefndin segir gögn málsins ekki bera með sér að bæjarstjórn hafi kynnt sér matskýrslu framkvæmdaraðila, tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé sú sem lýst sé í matsskýrslu og lagt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum til grundvallar eða tekið rökstudda afstöðu til þess. „Er í þeim efnum ekki nægilegt að fyrir fund skipulagsráðs hafi legið matsskýrsla framkvæmdaraðila frá því í júní 2009, enda verður af því ekki ráðið hvort bæjarstjórn hafi í raun og veru kynnt sér þá skýrslu, hvað þá að hún hafi tekið afstöðu til hennar. Er því ljóst málsmeðferðin vék frá mikilvægum og lögbundnum skilyrðum greindra laga,“ segir í niðurstöðuhluta úrskurðarins.
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22