Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 21:51 Enn og aftur lætur Reykjanesið vita af sér. Vísir/Vilhelm Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira