Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 12:58 Baldur er kominn til ára sinna. Vísir/Sigurjón Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Fjallað var um ástand Baldurs í Kveik á RÚV í gær þar sem fyrrverandi skipaeftirlitsmaður skoðaði meðal annars skipið. Sást meðal annars að búið var að gera gat á síðu skipsins og útbúa lúgu, sem á að auðvelda áhöfn að hreinsa þilfarið. Í umfjöllun Kveiks var farið yfir sögu Baldurs, sem smíðað var árið 1979 og sigldi lengst af við Noregsstrendur. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna tveggja segir að þau hafi ítrekað bent á að Baldur, sem siglir á milli Stykkishóls og Brjánslæks, uppfylli ekki þá öryggisþætti og aðbúnað sem krafa er gerð um að nútímaferja uppfylli. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar.“ Í Kveik kom fram að verið væri að hefja hönnunn á nýrri ferju, sem gæti verið tilbúin eftir fimm ár. Sveitarfélögin fagna því en telja jafn fram nauðsynlegt að ráðast þurfi í framkvæmdir á ekjubrúm á Stykkishólmi og Brjánslæk svo gamli Herjólfur geti siglt þar á milli, eins og stefnt er að á haustmánuðum 2023. „Eins og öllum ætti að vera ljóst sem sáu umfjöllun Kveiks er ekki hægt að draga úrbætur svo lengi og er algjörlega nauðsynlegt að Herjólfur III leysi Baldur af án tafar. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauðsynlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.“ Samgöngur Tálknafjörður Vesturbyggð Snæfellsbær Ferjan Baldur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Fjallað var um ástand Baldurs í Kveik á RÚV í gær þar sem fyrrverandi skipaeftirlitsmaður skoðaði meðal annars skipið. Sást meðal annars að búið var að gera gat á síðu skipsins og útbúa lúgu, sem á að auðvelda áhöfn að hreinsa þilfarið. Í umfjöllun Kveiks var farið yfir sögu Baldurs, sem smíðað var árið 1979 og sigldi lengst af við Noregsstrendur. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna tveggja segir að þau hafi ítrekað bent á að Baldur, sem siglir á milli Stykkishóls og Brjánslæks, uppfylli ekki þá öryggisþætti og aðbúnað sem krafa er gerð um að nútímaferja uppfylli. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar.“ Í Kveik kom fram að verið væri að hefja hönnunn á nýrri ferju, sem gæti verið tilbúin eftir fimm ár. Sveitarfélögin fagna því en telja jafn fram nauðsynlegt að ráðast þurfi í framkvæmdir á ekjubrúm á Stykkishólmi og Brjánslæk svo gamli Herjólfur geti siglt þar á milli, eins og stefnt er að á haustmánuðum 2023. „Eins og öllum ætti að vera ljóst sem sáu umfjöllun Kveiks er ekki hægt að draga úrbætur svo lengi og er algjörlega nauðsynlegt að Herjólfur III leysi Baldur af án tafar. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauðsynlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.“
Samgöngur Tálknafjörður Vesturbyggð Snæfellsbær Ferjan Baldur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira