Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 Alexander Dagur á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð þar sem er meira en nóg að gera alla daga. Vísir/Magnús Hlynur Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur. Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Bílar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Bílar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent