Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 19:38 Árni og Ingvar ásamt fjölskyldumeðlimum Árna, þeim Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan. Vísir Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir. Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir.
Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira