Þættirnir verða tveir og verður seinni þátturinn á dagskrá annað kvöld á Stöð 2.
Eyþór fær einvalalið tónlistarfólks sér til aðstoðar í þáttunum en á miðvikudaginn síðasta flutti hann lagið Gethsemane úr söngleiknum Jesus Christ Superstar en Eyþór rifjaði upp í þættinum að hann hefði einmitt flutt lagið í næstsíðasta þættinum af Bandinu hans Bubba á sínum tíma sem Eyþór vann einmitt.
Áhorfendur í sal fengu að velja hvort lagið yrði flutt á íslensku eða ensku og var íslenskan fyrir valinu.
Hér að neðan má sjá flutninginn sjálfan.