„Við erum komin inn í gostímabil“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 08:41 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við umsjónarmenn Bítisins í morgun um skjálftana sem hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“