Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 17:31 Landverðirnir heimsóttu spítalann í gær. Aðsend Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra. Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra.
Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01