Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 17:31 Landverðirnir heimsóttu spítalann í gær. Aðsend Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra. Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra.
Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01