Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og berjist því um bronsið. Selfoss í 4. sæti: Hverju breyta hjónin á Selfossi? Katla María og Íris Una Þórðardætur sömdu við Selfoss fyrir tímabilið.Selfoss Það er vægt tekið til orða þegar sagt er að Selfoss mæti með mikið breytt lið til leiks frá því á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í 5. sæti. Til að byrja með ákvað Alfreð Elías Jóhannsson að hætta sem þjálfari liðsins og í hans stað er Björn Sigurbjörnsson tekinn við. Undanfarin ár hefur hann starfað sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þetta hans fyrsta aðalþjálfara starf í meistaraflokki. Ásamt því að fá Björn til starfa þá kemur eiginkona hans, landsliðskonan Sif Atladóttir, einnig til félagsins. Sif er án efa einn albesti varnarmaður Íslands í dag og mögulega sem Ísland hefur alið. Miklar breytingar skiluðu sér í slöku gengi í Lengjubikarnum þar sem Selfyssingar unnu aðeins einn leik, gegn B-deildarliði Tindastóls. Þá mátti liðið þola stór töp gegn Stjörnunni og ÍBV. Liðið skoraði aðeins tvö mörk í leikjunum fimm en fékk á sig tólf mörk. Að því sögðu er liðið stútfullt af hæfileikum og ætti í raun að verða betra með hverjum leiknum sem líður í sumar. Selfoss Ár í deildinni: Fimmta Besti árangur: 3. sæti (2019) Best í bikar: Bikarmeistari (2019) Sæti í fyrra: 5. sæti Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Brenna Lovera, 13 mörk Liðið og lykilmenn Selfoss hefur verið liða duglegast á markaðnum og fengið inn öfluga leikmenn í vetur. Áfram heldur félagið að sækja erlenda markverði en tælenski landsliðsmarkvörðurinn Tiffany Sornpao mun leika með liðinu í sumar eftir að hafa spilað frábærlega með Keflavík á síðustu leiktíð. Tvíburarnir Katla María og Íris Una Þórðardætur komu frá Fylki en þær léku þar áður með Keflavík. Selfyssingar vonast til að barátta þeirra við falldrauginn sé á enda en Katla María og Íris Una hafa verið hluti af liðum sem falla um deild undanfarin tvö tímabil. Barbára Sól Gísladóttir ákvað að skrifa ekki undir hjá danska félaginu Bröndby og mun leika með uppeldisfélaginu í sumar eftir að hafa stungið af um mitt mitt tímabil í fyrra. Stærstu fréttirnar eru hins vegar þær að Sif mun spila hér á landi í sumar. Sif í einum af 88 A-landsleikjum sínum.Getty/Angelo Blankespoor Varnarleikur liðsins ætti því að vera einkar traustur með Sif í miðverðinum og Sornpao milli stanganna. Frammi ættu mörk ekki að vera vandamál þar sem Brenna Lovera er áfram hjá félaginu eftir að hafa skorað þrettán mörk í sextán deildarleikjum á síðustu leiktíð. Þá sótti Björn aðra tælenska landsliðskonu en Miranda Nild mun leika með Selfyssingum í sumar. Hún er Birni ekki ókunnug þar sem hún lék með Kristianstad á síðustu leiktíð. Lykilmenn Selfoss Sif Atladóttir, 36 ára, miðvörður Barbára Sól Gísladóttir, 21 árs, bakvörður Brenna Lovera, 25 ára, framherji Fylgist með Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur (f. 2003) verið í stóru hlutverki hjá Selfyssingum undanfarin ár. Það er erfitt að færa rök fyrir því að hún sé meðal þriggja bestu leikmanna liðsins en hún er án alls vafa leikmaður sem vart er að fylgjast vel með í sumar. Það segir sitt að hún eigi 48 leiki í efstu deild að baki og 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Í besta/versta falli Ef allt gengur upp á Selfossi ætti liðinu að takast að hirða þriðja sæti deildarinnar og mögulega endurtaka leikinn frá 2019 er það varð bikarmeistari. Ef hins vegar nýju leikmennirnir ná ekki að tengja gæti sumarið orðið langt og leiðinlegt. Stjarnan í 3. sæti: Bjart yfir Garðabæ Það ríkir almenn gleði í Garðabæ.Vísir/Hulda Margrét Það ríkir mikil bjartsýni í Garðabæ fyrir komandi tímabili. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari 2016 þá fataðist Stjörnunni flugið og hefur liðið ekki verið nálægt því að berjast á toppi deildarinnar síðan. Til að mynda endaði Stjarnan í 6. sæti árið 2020 þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins. Í fyrra steig liðið skref í rétta átt og eftir gott gengi á undirbúningstímabilinu ríkir mikil bjartsýni fyrir komandi sumri í Garðabæ. Kristján Guðmundsson er að fara inn í sitt fjórða tímabil með liðið og virðist hafa mikla trú á leikmannahópi sínum þar sem litlar sem engar breytingar hafa orðið á liðinu á milli ára. Það sem mun þó gera gæfumuninn í Garðabænum er að Jasmín Erla Ingadóttir verður með frá upphafi eftir að spila aðeins einn leik á síðustu leiktíð. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur einnig verið upp á sitt besta í vetur og ljóst er að það styrkir liðið mikið en hún spilaði aðeins níu leiki á síðustu leiktíð. Þá eru ungu leikmenn liðsins ári eldri og reynslunni ríkari. Stjarnan fór alla leið í úrslit Lengjubikarsins eftir að leggja Íslandsmeistara Vals 3-0 í undanúrslitum. Breiðablik hafði betur 2-1 í úrslitaleiknum en ljóst er að Stjarnan er tilbúin að berjast við topplið deildarinnar í sumar. Stjarnan Ár í deildinni: 31 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistari (síðast 2016) Best í bikar: Þrisvar sinnum bikarmeistari (síðast 2015) Sæti í fyrra: Fjórða sæti í efstu deild Þjálfari: Kristján Guðmundsson (4. tímabil) Markahæst í fyrra: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 8 mörk Liðið og lykilmenn Chante Sandiford er þaulreynd og hefur spilað hér á landi síðan 2015 ef frá er talið 2018 þegar hún spilaði í Noregi.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan mætir eins og áður segir með mjög svipað lið til leiks í sumar og á síðustu leiktíð. Liðið er með einn besta markvörð deildarinnar, Chante Sandiford, í sínum röðum. Það er mikil reynsla þar fyrir framan en Anna María Baldursdóttir blá í gegn og með fyrirliðabandið. Sóley Guðmundsdóttir er farin að nálgast þrjú hundruð KSÍ leiki og ný-sjálenska landsliðskonan Betsy Hassett er svo fyrir miðju vallarins. Fram á við er Katrín Ásbjörnsdóttir að finna sitt gamla form en það er ekki að ástæðulausu að hún á nítján A-landsleiki að baki. Í kringum hana eru svo ungar og efnilegar Stjörnustelpur sem eru til alls líklegar. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið öflug á undirbúningstímabilinu.Vísir/Hulda Margrét Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir var markahæst Stjörnukvenna í fyrra. Hún æfði með danska meistaraliðinu Köge í febrúar og lék tvo æfingaleiki með liðinu en lét svo lítið fyrir sér fara í Lengjubikarnum í vor. Mögulega er hún að spara mörkin þangað til í sumar. Í raun koma aðeins tveir nýir leikmenn inn í lið Stjörnunnar ásamt þeim Hönnu Sól Einarsdóttur og Sylvíu Birgisdóttur sem voru á láni. Rakel Lóa Brynjarsdóttir kemur frá Gróttu, kom hún við sögu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Lengjubikarsins. Þá kom markvörðurinn Aníta Ólafsdóttir frá ÍA, á hún að veita Chante samkeppni. Lykilmenn Stjörnunnar Anna María Baldursdóttir, 27 ára, miðvörður Jasmín Erla Ingadóttir, 23 ára, miðjumaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 29 ára, sóknarmaður Fylgist með Alma Mathiesen er átján ára (f. 2003) sóknarþenkjandi leikmaður. Alma er uppalin í vesturbæ Reykjavíkur og lék sinn fyrsta leik í efstu deild með KR sumarið 2017. Fyrir síðasta tímabil færði hún sig yfir í Garðabæ og kom við sögu í fimmtán leikjum Stjörnunnar í fyrra. Var í stóru hlutverki í Lengjubikarnum og gæti því sprungið út í sumar. Í besta/versta falli Í besta falli byggir Stjarnan ofan á góðan árangur síðasta tímabils og vetrarins með því að ögra toppliðunum tveimur. Erfitt er að sjá Stjörnuna skáka báðum toppliðum deildarinnar en mögulega stríða þær þeim nægilega mikið til að eiga möguleika á öðru sæti. Í versta falli nær liðið engan veginn takti og endurtekur leikinn frá 2020. Besta deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Garðabær Árborg Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Hetjur snúa heim í norður en uppbyggingin í Dalnum á enda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 24. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 23. apríl 2022 10:00 Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00 Besta spá kvenna 2022: Endurtekið efni á toppnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik og Valur endi í 2. og 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 26. apríl 2022 10:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 26. apríl með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og berjist því um bronsið. Selfoss í 4. sæti: Hverju breyta hjónin á Selfossi? Katla María og Íris Una Þórðardætur sömdu við Selfoss fyrir tímabilið.Selfoss Það er vægt tekið til orða þegar sagt er að Selfoss mæti með mikið breytt lið til leiks frá því á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í 5. sæti. Til að byrja með ákvað Alfreð Elías Jóhannsson að hætta sem þjálfari liðsins og í hans stað er Björn Sigurbjörnsson tekinn við. Undanfarin ár hefur hann starfað sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þetta hans fyrsta aðalþjálfara starf í meistaraflokki. Ásamt því að fá Björn til starfa þá kemur eiginkona hans, landsliðskonan Sif Atladóttir, einnig til félagsins. Sif er án efa einn albesti varnarmaður Íslands í dag og mögulega sem Ísland hefur alið. Miklar breytingar skiluðu sér í slöku gengi í Lengjubikarnum þar sem Selfyssingar unnu aðeins einn leik, gegn B-deildarliði Tindastóls. Þá mátti liðið þola stór töp gegn Stjörnunni og ÍBV. Liðið skoraði aðeins tvö mörk í leikjunum fimm en fékk á sig tólf mörk. Að því sögðu er liðið stútfullt af hæfileikum og ætti í raun að verða betra með hverjum leiknum sem líður í sumar. Selfoss Ár í deildinni: Fimmta Besti árangur: 3. sæti (2019) Best í bikar: Bikarmeistari (2019) Sæti í fyrra: 5. sæti Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Brenna Lovera, 13 mörk Liðið og lykilmenn Selfoss hefur verið liða duglegast á markaðnum og fengið inn öfluga leikmenn í vetur. Áfram heldur félagið að sækja erlenda markverði en tælenski landsliðsmarkvörðurinn Tiffany Sornpao mun leika með liðinu í sumar eftir að hafa spilað frábærlega með Keflavík á síðustu leiktíð. Tvíburarnir Katla María og Íris Una Þórðardætur komu frá Fylki en þær léku þar áður með Keflavík. Selfyssingar vonast til að barátta þeirra við falldrauginn sé á enda en Katla María og Íris Una hafa verið hluti af liðum sem falla um deild undanfarin tvö tímabil. Barbára Sól Gísladóttir ákvað að skrifa ekki undir hjá danska félaginu Bröndby og mun leika með uppeldisfélaginu í sumar eftir að hafa stungið af um mitt mitt tímabil í fyrra. Stærstu fréttirnar eru hins vegar þær að Sif mun spila hér á landi í sumar. Sif í einum af 88 A-landsleikjum sínum.Getty/Angelo Blankespoor Varnarleikur liðsins ætti því að vera einkar traustur með Sif í miðverðinum og Sornpao milli stanganna. Frammi ættu mörk ekki að vera vandamál þar sem Brenna Lovera er áfram hjá félaginu eftir að hafa skorað þrettán mörk í sextán deildarleikjum á síðustu leiktíð. Þá sótti Björn aðra tælenska landsliðskonu en Miranda Nild mun leika með Selfyssingum í sumar. Hún er Birni ekki ókunnug þar sem hún lék með Kristianstad á síðustu leiktíð. Lykilmenn Selfoss Sif Atladóttir, 36 ára, miðvörður Barbára Sól Gísladóttir, 21 árs, bakvörður Brenna Lovera, 25 ára, framherji Fylgist með Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur (f. 2003) verið í stóru hlutverki hjá Selfyssingum undanfarin ár. Það er erfitt að færa rök fyrir því að hún sé meðal þriggja bestu leikmanna liðsins en hún er án alls vafa leikmaður sem vart er að fylgjast vel með í sumar. Það segir sitt að hún eigi 48 leiki í efstu deild að baki og 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Í besta/versta falli Ef allt gengur upp á Selfossi ætti liðinu að takast að hirða þriðja sæti deildarinnar og mögulega endurtaka leikinn frá 2019 er það varð bikarmeistari. Ef hins vegar nýju leikmennirnir ná ekki að tengja gæti sumarið orðið langt og leiðinlegt. Stjarnan í 3. sæti: Bjart yfir Garðabæ Það ríkir almenn gleði í Garðabæ.Vísir/Hulda Margrét Það ríkir mikil bjartsýni í Garðabæ fyrir komandi tímabili. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari 2016 þá fataðist Stjörnunni flugið og hefur liðið ekki verið nálægt því að berjast á toppi deildarinnar síðan. Til að mynda endaði Stjarnan í 6. sæti árið 2020 þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins. Í fyrra steig liðið skref í rétta átt og eftir gott gengi á undirbúningstímabilinu ríkir mikil bjartsýni fyrir komandi sumri í Garðabæ. Kristján Guðmundsson er að fara inn í sitt fjórða tímabil með liðið og virðist hafa mikla trú á leikmannahópi sínum þar sem litlar sem engar breytingar hafa orðið á liðinu á milli ára. Það sem mun þó gera gæfumuninn í Garðabænum er að Jasmín Erla Ingadóttir verður með frá upphafi eftir að spila aðeins einn leik á síðustu leiktíð. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur einnig verið upp á sitt besta í vetur og ljóst er að það styrkir liðið mikið en hún spilaði aðeins níu leiki á síðustu leiktíð. Þá eru ungu leikmenn liðsins ári eldri og reynslunni ríkari. Stjarnan fór alla leið í úrslit Lengjubikarsins eftir að leggja Íslandsmeistara Vals 3-0 í undanúrslitum. Breiðablik hafði betur 2-1 í úrslitaleiknum en ljóst er að Stjarnan er tilbúin að berjast við topplið deildarinnar í sumar. Stjarnan Ár í deildinni: 31 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistari (síðast 2016) Best í bikar: Þrisvar sinnum bikarmeistari (síðast 2015) Sæti í fyrra: Fjórða sæti í efstu deild Þjálfari: Kristján Guðmundsson (4. tímabil) Markahæst í fyrra: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 8 mörk Liðið og lykilmenn Chante Sandiford er þaulreynd og hefur spilað hér á landi síðan 2015 ef frá er talið 2018 þegar hún spilaði í Noregi.Vísir/Hulda Margrét Stjarnan mætir eins og áður segir með mjög svipað lið til leiks í sumar og á síðustu leiktíð. Liðið er með einn besta markvörð deildarinnar, Chante Sandiford, í sínum röðum. Það er mikil reynsla þar fyrir framan en Anna María Baldursdóttir blá í gegn og með fyrirliðabandið. Sóley Guðmundsdóttir er farin að nálgast þrjú hundruð KSÍ leiki og ný-sjálenska landsliðskonan Betsy Hassett er svo fyrir miðju vallarins. Fram á við er Katrín Ásbjörnsdóttir að finna sitt gamla form en það er ekki að ástæðulausu að hún á nítján A-landsleiki að baki. Í kringum hana eru svo ungar og efnilegar Stjörnustelpur sem eru til alls líklegar. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið öflug á undirbúningstímabilinu.Vísir/Hulda Margrét Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir var markahæst Stjörnukvenna í fyrra. Hún æfði með danska meistaraliðinu Köge í febrúar og lék tvo æfingaleiki með liðinu en lét svo lítið fyrir sér fara í Lengjubikarnum í vor. Mögulega er hún að spara mörkin þangað til í sumar. Í raun koma aðeins tveir nýir leikmenn inn í lið Stjörnunnar ásamt þeim Hönnu Sól Einarsdóttur og Sylvíu Birgisdóttur sem voru á láni. Rakel Lóa Brynjarsdóttir kemur frá Gróttu, kom hún við sögu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Lengjubikarsins. Þá kom markvörðurinn Aníta Ólafsdóttir frá ÍA, á hún að veita Chante samkeppni. Lykilmenn Stjörnunnar Anna María Baldursdóttir, 27 ára, miðvörður Jasmín Erla Ingadóttir, 23 ára, miðjumaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 29 ára, sóknarmaður Fylgist með Alma Mathiesen er átján ára (f. 2003) sóknarþenkjandi leikmaður. Alma er uppalin í vesturbæ Reykjavíkur og lék sinn fyrsta leik í efstu deild með KR sumarið 2017. Fyrir síðasta tímabil færði hún sig yfir í Garðabæ og kom við sögu í fimmtán leikjum Stjörnunnar í fyrra. Var í stóru hlutverki í Lengjubikarnum og gæti því sprungið út í sumar. Í besta/versta falli Í besta falli byggir Stjarnan ofan á góðan árangur síðasta tímabils og vetrarins með því að ögra toppliðunum tveimur. Erfitt er að sjá Stjörnuna skáka báðum toppliðum deildarinnar en mögulega stríða þær þeim nægilega mikið til að eiga möguleika á öðru sæti. Í versta falli nær liðið engan veginn takti og endurtekur leikinn frá 2020.
Selfoss Ár í deildinni: Fimmta Besti árangur: 3. sæti (2019) Best í bikar: Bikarmeistari (2019) Sæti í fyrra: 5. sæti Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Brenna Lovera, 13 mörk
Lykilmenn Selfoss Sif Atladóttir, 36 ára, miðvörður Barbára Sól Gísladóttir, 21 árs, bakvörður Brenna Lovera, 25 ára, framherji
Stjarnan Ár í deildinni: 31 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistari (síðast 2016) Best í bikar: Þrisvar sinnum bikarmeistari (síðast 2015) Sæti í fyrra: Fjórða sæti í efstu deild Þjálfari: Kristján Guðmundsson (4. tímabil) Markahæst í fyrra: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 8 mörk
Lykilmenn Stjörnunnar Anna María Baldursdóttir, 27 ára, miðvörður Jasmín Erla Ingadóttir, 23 ára, miðjumaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 29 ára, sóknarmaður
Besta-spáin 2022: Hetjur snúa heim í norður en uppbyggingin í Dalnum á enda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 24. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 23. apríl 2022 10:00
Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00
Besta spá kvenna 2022: Endurtekið efni á toppnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik og Valur endi í 2. og 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 26. apríl 2022 10:00