Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2022 20:50 Jón Þór Hauksson, þjálfari íA, og Oliver Stefánsson. ÍA Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. „Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50