Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. apríl 2022 18:39 Renata Sara Arnórsdóttir og Logn eru í samtökunum Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem þau segja stunda kynlífsvinnu. vísir/Vilhelm Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið. Kompás Vændi Klám Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð með lögum hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Ósk og Ingólfur eru í hópi þeirra sem framleiða kynferðislegt efni á miðlinum. Hvað eru margir að vinna við þetta hérna? „Þetta er stærra en fólk heldur. Það eru margir að gera þetta í leyni en ég myndi segja að ég viti allavega um tuttugu til þrjátíu manns. Og jafnvel meira,“ segir Ingólfur Valur Þrastarson. Þau telja klámbann i lögum úrelt. „Þetta eru eld, eld, eldgömul lög sem þarf að breyta. Fyrst og fremst þarf að auka öryggi kynlífsverkafólks. Og að því líði öruggu með að geta hringt á lögreglu ef þess þarf og fengið hjálp með andleg og líkamleg vandamál,“ segir Ósk Tryggvadóttir. Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir framleiða efni á Onlyfans.vísir/Vilhelm Ákall er um breytingar úr fleiri áttum. Samtökin Rauða Regnhlífin berjast fyrir réttindum þeirra sem sinna kynlífstengdum störfum. Þau vilja afglæpavæða vændi með öllu. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ segir Logn sem hefur selt kynlífsþjónustu. „Með afglæpavæðingu væri auðveldara að afla sér upplýsinga um hver kúnninn er. Hvort þetta sé einhver sem er fínn eða einhver sem er með bakgrunn í því að koma illa fram við konur,“ segir Renata Sara Arnótsdóttir, sem starfaði áður sem strippari en framleiðir nú efni á Onlyfans. Stígamót flokka aftur á móti klám og vændi sem kynferðisofbeldi og vísa til alvarlegra afleiðinga sem fólk sem leita til samtakanna glímir við eftir reynslu af þessum heimi. Samkvæmt frumniðurstöðum nýrrar rannsóknar Stígamóta sem byggir á svörum um eitt hundrað einstaklinga sem leituðu sér hjálpar þar vegna vændis á árunum 2013 til 2020 virðast þau fremur vera með sjálfsvígshugsanir, hafa unnið sér sjálfsskaða og eru líklegri til að vera með átröskun en þau sem leita þangað eftir nauðgun. Um sextíu prósent þeirra sem leituðu á Stígamót vegna vændis á árunum 2013 til 2020 höfðu unnið sér einhvers konar sjálfsskaða samanborið við um þrjátíu prósent þeirra sem hafði verið nauðgað.vísir/Rúnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar raunar eftir harðari refsistefnu. „Ef maður skoðar afleiðingar vændis fyrir einstaklingana sem eru í því þá ætti þetta að teljast mjög alvarlegur glæpur.“ Fjallað verður nánar um málið í Kompás sem er sýndur á Stöð 2 í kvöld og birtist á Vísi í fyrramálið.
Kompás Vændi Klám Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira