Oddvitaáskorunin: Hlupu rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2022 09:01 Sigga Kling og Alfa á góðri stund. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Álfheiður Eymarsdóttir er oddviti Á-lista, Bæjarmálafélagsins Áfram Árborg sem býður fram í annað skipti í Árborg. Áfram Árborg er samstarf Viðreisnar, Pírata og óháðra. Hún er 52ja ára, tveggja unglinga móðir sem býr niður við Ölfusá í rúmlega 100 ára gömlum sveitabæ. Hún er aðfluttur Selfyssingur, fluttist þangað 2015. Hún er stjórnmálafræðingur frá HÍ og með Diplóma í stjórnmálaheimspeki frá Edinborgarháskóla. Álfheiður Eymarsdóttir. Hún er fædd á Höfn í Hornafirði en fluttist í Garðabæ ung að aldri, gekk í Flataskóla, Garðaskóla og FG. Hún bjó í Bretlandi í um tíu ár en einnig í höfuðborginni um langt skeið. Hún les mikið, hefur áhuga á flestu og þykir vænt um fólk. Hennar helstu kostir eru skilningur, heiðarleiki, frjálslyndi og framsýni. Álfheiður er mjög hrein og bein sem fer ekki vel í alla. Hún hikar ekki við að benda á það sem betur má fara. Því er oft tekið sem óþarfa veseni og jafnvel leiðindum. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Hún hefur lengst af starfað við tölvur og stafræna þjónustu, starfaði m.a. um sjö ára skeið sem embættismaður hjá Reykjavíkurborg þar sem hún bar ábyrgð á framlínuþjónustu, allri upplýsingatækni ásamt vefsvæði og sjálfsafgreiðslu á vef, skjalasafni og Borgarskjalasafni. Hún var varaþingmaður Suðurkjördæmis fyrir Pírata kjörtímabilið 2017-2021, hefur setið í stjórn RARIK ohf. frá 2017, situr nú í varastjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, er varaformaður Strandveiðifélags Íslands, er varaformaður eigna- og veitunefndar Árborgar og er varabæjarfulltrúi sveitarfélagsins. Áfram Árborg er Bæjarmálafélag Viðreisnar, Pírata og óháðra og býður nú fram í annað sinn. Við náðum inn einum manni 2018 og stefnum á tvo bæjarfulltrúa 2022. Dagbjört Harðardóttir í þriðja sætinu er í baráttusætinu. Áfram Árborg stendur fyrir virku íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, ábyrgri fjármálastjórn, velferð allra, sanngjörnum leikreglum, gagnsæi og jafnrétti. Við viljum fallegt sveitarfélag og nútímalegt þar sem hver byggðakjarni fær að njóta sín á eigin forsendum. Við viljum lífsgæði í stað lífsbaráttu. Sveitarfélagið er þjónustustofnun allra íbúa og fyrirtækja. Árborg er höfuðstaður Suðurlands í örum vexti og með fjölbreytt tækifæri til að skara fram úr í nýsköpun, mennta- og umhverfismálum. Við komum til með að reka sveitarfélagið vel og gera það eftirsóknarvert til að búa í með framúrskarandi þjónustu við alla íbúa og fyrirtæki. Framtíðin er núna! Klippa: Oddvitaáskorun - Álfheiður Eymarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Úff, erfitt að gera upp á milli. Fæðingarstaðurinn Hornafjörður í allri sinni dýrð er alltaf fallegastur. Fjöll, jöklar (eða fjöklar eins og ég kalla þá) og hafið. En svo er ég Þórsmörk og Eyrarbakki alla leið.Suðaustur- og Suðurlandið allt eru auðvitað með alltumlykjandi fegurð og kraumandi krafta jarðarinnar. Við erum forréttindafólk Íslendingar að eiga alla þessa fegurð. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umferðarljósin við Tryggvagötu og Engjaveg. Ég hef lengi barist fyrir því að á dimmum vetrarmorgnum eigi ekki að vera hægt að beygja á bílum í veg fyrir börn sem eru að ganga og hjóla í skólann. Á milli 7:30 og 9 á morgnana eiga að vera sérstök beygjuljós fyrir bíla til að vernda börnin. Umferðaröryggi er mikilvægt. Og svo vantar almennileg hjólastæði hér og þar. Árborg er auðvitað kjörstaður fyrir hjólreiðar. Fjölskyldan í Hrísey. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Jóga. Ég er menntaður jógakennari og eyði tímanum frá 6-7 á morgnana í jóga. Það trúir þessu enginn því í seinni tíð hef ég ekki stundað neinar íþróttir nema helst hjólreiðar og fjallgöngur. Svo geri ég upp gömul húsgögn, hef gaman af fallegu handverki. Já og frímerkjasöfnun. Ég er bara enn í henni. Það hlýtur að teljast stórskrýtið. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar þeir bönkuðu upp á í miðju partýi sem ég hélt í Garðabænum þegar foreldrarnir voru að heiman. Það var víst einhver hávaði. Ég þóttist vera húsráðandi, lækkaði í græjunum en hækkaði aftur um leið og þeir voru farnir. Við bárum óttablandna virðingu fyrir Gissuri í Hafnarfirði. Hann var fyrirmyndarlögga en ansi strangur. Það var einnig minnisstætt þegar við stálumst oft í sundlaugina eftir djamm og þurftum einu sinni að hlaupa rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni. Alfa klífur Snowdonia. Hvað færðu þér á pizzu? Svartar ólífur, spínat, döðlur, jafnvel ananas og eins margar tegundir af osti eins og ég get -og sleppi pizza sósunni. Mér finnst oregano svo vont. Set frekar bara hvítlauksolíu eða Tartarsósu. Hvaða lag peppar þig mest? Uptown Funk! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég get tekið svona 15. Það er bara jógað. 70 á Einari. Nei grín. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Sé engan tilgang í því að hlaupa ef það er ekki á eftir bolta eða barni. Uppáhalds brandari? Þessi er frá pabba þegar hann var skipstjóri og ræddi við einn skipverjann sem sagði: Við erum fimm bræðurnir og mamma er elst. Pabbi er fjársjóður þegar kemur að bröndurum. Alfa skrifar undir eið um að virða stjórnarskrá við þingstörf. Hvað er þitt draumafríi? Ganga Jakobsveginn eða jógafrí á heitri strönd. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021, þá var ég orðinn þreyttari á samkomutakmörkunum, grímum og við nærfjölskyldan vorum að gera út af við hvert annað. Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie er numero uno. Pálmi Gunnars, Maggi Kjartans og félagar í Mannakorn. Og Cobain er í dýrlingatölu. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Fór út í búð í náttfötunum. Óvart. Og finn oft gleraugun í ísskápnum. Ég er utan við mig. Hef það frá afa heitnum á Hornafirði. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Augljóslega einhver mjög fyndinn, klár, fallegur og hógvær eins og ég. Það er erfitt að gera upp á milli Þrastar Leó Gunnarssonar og Catherine-Zeta Jones. Alfa fyrir utan Austurbæ, yfir 100 ára gamlan bæ á Fossinum þar sem hún býr. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ekki nema í samkvæmum. En hef verið á sjó og unnið í frystihúsi. Og átt og rekið fiskvinnslu. Ég er afar tengd sjávarútvegi. Áhrifamesta kvikmyndin? Godfather trílógían þó þriðja myndin hafi verið hræðileg. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hvaða Nágranna? Grannarnir mínir hér á Fossinum eru frábærir. En ég held þeir séu ekkert á förum svo ég viti. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Eyrarbakki er auðvitað í sveitarfélaginu en ég held bara Hafnarfjörð eða aftur í 101 nálægt Ægisgarði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Despesito. Ég er rokkari og skammast mín niður í gólf. Ekki segja neinum. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 21:01 Oddvitaáskorunin: Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 15:01 Oddvitaáskorunin: Fór út í kant til að hleypa löggunni hjá en var sjálf stöðvuð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 09:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Álfheiður Eymarsdóttir er oddviti Á-lista, Bæjarmálafélagsins Áfram Árborg sem býður fram í annað skipti í Árborg. Áfram Árborg er samstarf Viðreisnar, Pírata og óháðra. Hún er 52ja ára, tveggja unglinga móðir sem býr niður við Ölfusá í rúmlega 100 ára gömlum sveitabæ. Hún er aðfluttur Selfyssingur, fluttist þangað 2015. Hún er stjórnmálafræðingur frá HÍ og með Diplóma í stjórnmálaheimspeki frá Edinborgarháskóla. Álfheiður Eymarsdóttir. Hún er fædd á Höfn í Hornafirði en fluttist í Garðabæ ung að aldri, gekk í Flataskóla, Garðaskóla og FG. Hún bjó í Bretlandi í um tíu ár en einnig í höfuðborginni um langt skeið. Hún les mikið, hefur áhuga á flestu og þykir vænt um fólk. Hennar helstu kostir eru skilningur, heiðarleiki, frjálslyndi og framsýni. Álfheiður er mjög hrein og bein sem fer ekki vel í alla. Hún hikar ekki við að benda á það sem betur má fara. Því er oft tekið sem óþarfa veseni og jafnvel leiðindum. Sjá einnig: Oddvitar um allt land sýna hina hliðina í Oddvitaáskorun Vísis Hún hefur lengst af starfað við tölvur og stafræna þjónustu, starfaði m.a. um sjö ára skeið sem embættismaður hjá Reykjavíkurborg þar sem hún bar ábyrgð á framlínuþjónustu, allri upplýsingatækni ásamt vefsvæði og sjálfsafgreiðslu á vef, skjalasafni og Borgarskjalasafni. Hún var varaþingmaður Suðurkjördæmis fyrir Pírata kjörtímabilið 2017-2021, hefur setið í stjórn RARIK ohf. frá 2017, situr nú í varastjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, er varaformaður Strandveiðifélags Íslands, er varaformaður eigna- og veitunefndar Árborgar og er varabæjarfulltrúi sveitarfélagsins. Áfram Árborg er Bæjarmálafélag Viðreisnar, Pírata og óháðra og býður nú fram í annað sinn. Við náðum inn einum manni 2018 og stefnum á tvo bæjarfulltrúa 2022. Dagbjört Harðardóttir í þriðja sætinu er í baráttusætinu. Áfram Árborg stendur fyrir virku íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, ábyrgri fjármálastjórn, velferð allra, sanngjörnum leikreglum, gagnsæi og jafnrétti. Við viljum fallegt sveitarfélag og nútímalegt þar sem hver byggðakjarni fær að njóta sín á eigin forsendum. Við viljum lífsgæði í stað lífsbaráttu. Sveitarfélagið er þjónustustofnun allra íbúa og fyrirtækja. Árborg er höfuðstaður Suðurlands í örum vexti og með fjölbreytt tækifæri til að skara fram úr í nýsköpun, mennta- og umhverfismálum. Við komum til með að reka sveitarfélagið vel og gera það eftirsóknarvert til að búa í með framúrskarandi þjónustu við alla íbúa og fyrirtæki. Framtíðin er núna! Klippa: Oddvitaáskorun - Álfheiður Eymarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Úff, erfitt að gera upp á milli. Fæðingarstaðurinn Hornafjörður í allri sinni dýrð er alltaf fallegastur. Fjöll, jöklar (eða fjöklar eins og ég kalla þá) og hafið. En svo er ég Þórsmörk og Eyrarbakki alla leið.Suðaustur- og Suðurlandið allt eru auðvitað með alltumlykjandi fegurð og kraumandi krafta jarðarinnar. Við erum forréttindafólk Íslendingar að eiga alla þessa fegurð. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Umferðarljósin við Tryggvagötu og Engjaveg. Ég hef lengi barist fyrir því að á dimmum vetrarmorgnum eigi ekki að vera hægt að beygja á bílum í veg fyrir börn sem eru að ganga og hjóla í skólann. Á milli 7:30 og 9 á morgnana eiga að vera sérstök beygjuljós fyrir bíla til að vernda börnin. Umferðaröryggi er mikilvægt. Og svo vantar almennileg hjólastæði hér og þar. Árborg er auðvitað kjörstaður fyrir hjólreiðar. Fjölskyldan í Hrísey. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Jóga. Ég er menntaður jógakennari og eyði tímanum frá 6-7 á morgnana í jóga. Það trúir þessu enginn því í seinni tíð hef ég ekki stundað neinar íþróttir nema helst hjólreiðar og fjallgöngur. Svo geri ég upp gömul húsgögn, hef gaman af fallegu handverki. Já og frímerkjasöfnun. Ég er bara enn í henni. Það hlýtur að teljast stórskrýtið. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar þeir bönkuðu upp á í miðju partýi sem ég hélt í Garðabænum þegar foreldrarnir voru að heiman. Það var víst einhver hávaði. Ég þóttist vera húsráðandi, lækkaði í græjunum en hækkaði aftur um leið og þeir voru farnir. Við bárum óttablandna virðingu fyrir Gissuri í Hafnarfirði. Hann var fyrirmyndarlögga en ansi strangur. Það var einnig minnisstætt þegar við stálumst oft í sundlaugina eftir djamm og þurftum einu sinni að hlaupa rennblaut undan löggunni með fötin undir hendinni. Alfa klífur Snowdonia. Hvað færðu þér á pizzu? Svartar ólífur, spínat, döðlur, jafnvel ananas og eins margar tegundir af osti eins og ég get -og sleppi pizza sósunni. Mér finnst oregano svo vont. Set frekar bara hvítlauksolíu eða Tartarsósu. Hvaða lag peppar þig mest? Uptown Funk! Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég get tekið svona 15. Það er bara jógað. 70 á Einari. Nei grín. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Sé engan tilgang í því að hlaupa ef það er ekki á eftir bolta eða barni. Uppáhalds brandari? Þessi er frá pabba þegar hann var skipstjóri og ræddi við einn skipverjann sem sagði: Við erum fimm bræðurnir og mamma er elst. Pabbi er fjársjóður þegar kemur að bröndurum. Alfa skrifar undir eið um að virða stjórnarskrá við þingstörf. Hvað er þitt draumafríi? Ganga Jakobsveginn eða jógafrí á heitri strönd. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021, þá var ég orðinn þreyttari á samkomutakmörkunum, grímum og við nærfjölskyldan vorum að gera út af við hvert annað. Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie er numero uno. Pálmi Gunnars, Maggi Kjartans og félagar í Mannakorn. Og Cobain er í dýrlingatölu. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Fór út í búð í náttfötunum. Óvart. Og finn oft gleraugun í ísskápnum. Ég er utan við mig. Hef það frá afa heitnum á Hornafirði. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Augljóslega einhver mjög fyndinn, klár, fallegur og hógvær eins og ég. Það er erfitt að gera upp á milli Þrastar Leó Gunnarssonar og Catherine-Zeta Jones. Alfa fyrir utan Austurbæ, yfir 100 ára gamlan bæ á Fossinum þar sem hún býr. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ekki nema í samkvæmum. En hef verið á sjó og unnið í frystihúsi. Og átt og rekið fiskvinnslu. Ég er afar tengd sjávarútvegi. Áhrifamesta kvikmyndin? Godfather trílógían þó þriðja myndin hafi verið hræðileg. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hvaða Nágranna? Grannarnir mínir hér á Fossinum eru frábærir. En ég held þeir séu ekkert á förum svo ég viti. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Eyrarbakki er auðvitað í sveitarfélaginu en ég held bara Hafnarfjörð eða aftur í 101 nálægt Ægisgarði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Despesito. Ég er rokkari og skammast mín niður í gólf. Ekki segja neinum. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 21:01 Oddvitaáskorunin: Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 15:01 Oddvitaáskorunin: Fór út í kant til að hleypa löggunni hjá en var sjálf stöðvuð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 09:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Tekur allar armbeygjurnar, „Chuck Norris style“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 21:01
Oddvitaáskorunin: Fór einu sinni kirkjuvillt í jarðaför Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 15:01
Oddvitaáskorunin: Fór út í kant til að hleypa löggunni hjá en var sjálf stöðvuð Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. apríl 2022 09:01