Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2022 14:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“ Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31