Gekk inn á völlinn umvafin úkraínska fánanum og skoraði síðan í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 11:01 Anna Petryk kom til Íslands vegna stríðsins í Úkraínu og er nú komin á blað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Úkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk lék í gær sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni og þetta var bæði góður dagur fyrir hana og Blikaliðið. Anna Petryk, sem mætti Breiðabliki í Meistaradeildinni síðasta haust þegar hún var leikmaður Zhytlobud-1, gekk til liðs við Breiðablik í mars eftir að hafa flúið stríðið í heimalandi sínu. Daglegt líf í Úkraínu fjarri því sem það var vegna innrásar Rússa, og fótboltinn er þar engin undantekning. Blikar höfðu sterka tengingu til Úkraínu eftir riðlakeppnina í haust og brugðust skjótt við þegar í ljós kom að þessi öfluga knattspyrnukona hefði áhuga á að koma til Breiðabliks. Petryk gekk inn á Kópavogsvöll í gær umvafin úkraínska fánanum til að sýna samstöðu með löndum sínum sem berjast fyrir framtíð landsins gegn innrás Rússa. Petryk var líka fljót að komast á blað í Bestu-deildinni því hún kom Breiðabliki í 2-0 með marki á átjándu mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Blikar settu af henni á samfélagsmiðla þar sem sjá má Önnu með úkraínska fánann. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Anna Petryk er 24 ára gömul, fædd í höfuðborginni Kænugarði en bjó í borginni Maríupol fyrstu sautján árin og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Hún lærði í háskóla í Lviv í vesturhluta Úkraínu áður en hún fór til Kharkiv í austurhlutanum til þess að spila með Zhytlobud-1 Kharkiv, einu besta liði landsins. Petryk var þar í stóru hlutverki og meðal annars í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Petryk á að baki 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu, og einnig fjölda leikja með yngri landsliðum. Besta deild kvenna Breiðablik Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Anna Petryk, sem mætti Breiðabliki í Meistaradeildinni síðasta haust þegar hún var leikmaður Zhytlobud-1, gekk til liðs við Breiðablik í mars eftir að hafa flúið stríðið í heimalandi sínu. Daglegt líf í Úkraínu fjarri því sem það var vegna innrásar Rússa, og fótboltinn er þar engin undantekning. Blikar höfðu sterka tengingu til Úkraínu eftir riðlakeppnina í haust og brugðust skjótt við þegar í ljós kom að þessi öfluga knattspyrnukona hefði áhuga á að koma til Breiðabliks. Petryk gekk inn á Kópavogsvöll í gær umvafin úkraínska fánanum til að sýna samstöðu með löndum sínum sem berjast fyrir framtíð landsins gegn innrás Rússa. Petryk var líka fljót að komast á blað í Bestu-deildinni því hún kom Breiðabliki í 2-0 með marki á átjándu mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Blikar settu af henni á samfélagsmiðla þar sem sjá má Önnu með úkraínska fánann. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Anna Petryk er 24 ára gömul, fædd í höfuðborginni Kænugarði en bjó í borginni Maríupol fyrstu sautján árin og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Hún lærði í háskóla í Lviv í vesturhluta Úkraínu áður en hún fór til Kharkiv í austurhlutanum til þess að spila með Zhytlobud-1 Kharkiv, einu besta liði landsins. Petryk var þar í stóru hlutverki og meðal annars í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Petryk á að baki 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu, og einnig fjölda leikja með yngri landsliðum.
Besta deild kvenna Breiðablik Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti