SKEPTA tryllir landann í Valshöllinni Steinar Fjeldsted skrifar 29. apríl 2022 16:15 Tónlistarmaðurinn Skepta kemur fram á sínum fyrstu sólótónleikum á Íslandi föstudaginn 1. júlí nk. í Valshöllinni en miðasala hefst 3. maí á tix.is. Skepta kom fram á sjónarsviðið sem pródusent og rappari árið 2004 og hefur frægðarsól hans risið með ári hverju síðan þá. Með orkumikilli sviðsframkomu og hverjum slagaranum á fætur öðrum hefur hann sankað að sér gríðarstórum hópi aðdáenda um allan heim. Skepta hefur frá upphafi ferils síns verið mikilvægur fyrir bresku tónlistarsenuna sem og fyrir breska samtímamenningu í heild sinni sem einn af frumkvöðlum Grime tónlistarstefnunnar. Hann hefur allan sinn feril gefið sína tónlist út hjá sínu eigin plötufyrirtæki, Boy Better Know (BBK), sem hann stofnaði ásamt bróður sínum JME, Wiley og fleirum. Skepta og BBK voru andlit grime stefnunnar þegar hún náði vinsældum á heimsvísu árið 2015 og lag hans Shutdown þar í broddi fylkingar en það var vinskapur Skepta og kanadíska rapparans Drake sem kemur fram í byrjun lagsins sem meðal annars vakti á því mikla athygli á sínum tíma. Stuttu síðar sama ár var Skepta hluti af Iceland Airwaves hátíðinni ásamt bróður sínum JME þar sem hann kom fram í troðfullu Listasafni Reykjavíkur. Skepta fylgdi gífurlegum vinsældum Shutdown eftir með útgáfu plötunnar Konnichiwa sem sló í gegn og hlaut hin virtu Mercury verðlaun. Auk þess var Skepta útnefndur listamaður ársins í Bretlandi af tónlistartímaritinu NME og í kjölfarið varð endanlega ljóst að Skepta væri ekki bara einn stærsti og virtasti rappari Bretlands heldur einn vinsælasta tónlistarmaður landsins óháð stefnu. Skepta kom fram á tónleikum og tónlistarhátíðum um allan heim og vakti ekki síst athygli annarra tónlistarmanna, sérstaklega rappara frá Bandaríkjunum sem flykktust í kringum hann. Ferill Skepta tók svo enn eitt stökkið þegar lagið Praise da Lord með honum og stjórstjörnunni A$AP Rocky kom út árið 2018 og mætti segja að með þeirri útgáfu hafi Skepta endanlega fest sig í sessi sem stjörnu á heimsvísu. Síðan þá hefur Skepta gefið út eina sólóplötu, Ignorance is Bliss, samvinnuplötuna Insomnia ásamt Young Adz og Chip, smáskífuna All in auk þess sem hann hefur komið fram á fjölmörgum lögum með öðru tónlistarfólki. Meðal samstarfsfólks Skepta í gegnum tíðina má nefna A$AP Rocky, Drake, Pharrell, Kanye West, Blood Orange, Wiz Khalifa, Wizkid, Kid Cudi og J Hus. Auk þess að vera vinsæll tónlistarmaður hefur Skepta einnig verið gífurlega eftirsóttur samstarfsaðili í tískuheiminum og hefur hann meðal annars starfað með tískurisunum Dior, Givenchy, Bottega Venetta og Louis Vuitton en hann og Virgil Abloh sem gegndi hlutverki listræns stjórnanda hins síðastnefnda voru nánir samstarfsfélagar allt til andláts hans árið 2021. Í tilkynningu frá tónleikahaldara, Garcia Events segir að það sé mikið hamingjuefni að svo vinsæll og virtur tónlistarmaður komi fram á Íslandi og að allir sem þekki til tónleika Skepta viti að enginn verður svikinn af kvöldstundinni í Valshöllinni Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið
Skepta kom fram á sjónarsviðið sem pródusent og rappari árið 2004 og hefur frægðarsól hans risið með ári hverju síðan þá. Með orkumikilli sviðsframkomu og hverjum slagaranum á fætur öðrum hefur hann sankað að sér gríðarstórum hópi aðdáenda um allan heim. Skepta hefur frá upphafi ferils síns verið mikilvægur fyrir bresku tónlistarsenuna sem og fyrir breska samtímamenningu í heild sinni sem einn af frumkvöðlum Grime tónlistarstefnunnar. Hann hefur allan sinn feril gefið sína tónlist út hjá sínu eigin plötufyrirtæki, Boy Better Know (BBK), sem hann stofnaði ásamt bróður sínum JME, Wiley og fleirum. Skepta og BBK voru andlit grime stefnunnar þegar hún náði vinsældum á heimsvísu árið 2015 og lag hans Shutdown þar í broddi fylkingar en það var vinskapur Skepta og kanadíska rapparans Drake sem kemur fram í byrjun lagsins sem meðal annars vakti á því mikla athygli á sínum tíma. Stuttu síðar sama ár var Skepta hluti af Iceland Airwaves hátíðinni ásamt bróður sínum JME þar sem hann kom fram í troðfullu Listasafni Reykjavíkur. Skepta fylgdi gífurlegum vinsældum Shutdown eftir með útgáfu plötunnar Konnichiwa sem sló í gegn og hlaut hin virtu Mercury verðlaun. Auk þess var Skepta útnefndur listamaður ársins í Bretlandi af tónlistartímaritinu NME og í kjölfarið varð endanlega ljóst að Skepta væri ekki bara einn stærsti og virtasti rappari Bretlands heldur einn vinsælasta tónlistarmaður landsins óháð stefnu. Skepta kom fram á tónleikum og tónlistarhátíðum um allan heim og vakti ekki síst athygli annarra tónlistarmanna, sérstaklega rappara frá Bandaríkjunum sem flykktust í kringum hann. Ferill Skepta tók svo enn eitt stökkið þegar lagið Praise da Lord með honum og stjórstjörnunni A$AP Rocky kom út árið 2018 og mætti segja að með þeirri útgáfu hafi Skepta endanlega fest sig í sessi sem stjörnu á heimsvísu. Síðan þá hefur Skepta gefið út eina sólóplötu, Ignorance is Bliss, samvinnuplötuna Insomnia ásamt Young Adz og Chip, smáskífuna All in auk þess sem hann hefur komið fram á fjölmörgum lögum með öðru tónlistarfólki. Meðal samstarfsfólks Skepta í gegnum tíðina má nefna A$AP Rocky, Drake, Pharrell, Kanye West, Blood Orange, Wiz Khalifa, Wizkid, Kid Cudi og J Hus. Auk þess að vera vinsæll tónlistarmaður hefur Skepta einnig verið gífurlega eftirsóttur samstarfsaðili í tískuheiminum og hefur hann meðal annars starfað með tískurisunum Dior, Givenchy, Bottega Venetta og Louis Vuitton en hann og Virgil Abloh sem gegndi hlutverki listræns stjórnanda hins síðastnefnda voru nánir samstarfsfélagar allt til andláts hans árið 2021. Í tilkynningu frá tónleikahaldara, Garcia Events segir að það sé mikið hamingjuefni að svo vinsæll og virtur tónlistarmaður komi fram á Íslandi og að allir sem þekki til tónleika Skepta viti að enginn verður svikinn af kvöldstundinni í Valshöllinni Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið