Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2022 22:05 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks frá Úkraínu. Vísir/Vilhelm Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, sem sinnir því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins um þessar mundir, tók til máls á Velferðarkaffi velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hann ræddi verkefnið og sagði meðal annars frá miður skemmtilegum skilaboðum sem honum hafa borist. Hann segir eina stærstu áskorunina felast í því að verða flóttafólki úti um húsnæði. Gríðarlegur fjöldi fólks komi til landsins þessa dagana og staðan á húsnæðismarkaði hjálpi ekki til. Gylfi segir að í upphafi hafi verið auglýst eftir húsnæði fyrir fólkið og að fólk hafi tekið vel í það og margir boðið fram aðstoð. Þó hafi slíkum boðum ekki verið tekið þar sem ákjósanlegra sé að finna flóttafólki húsaskjól annars staðar en á heimilum fólks. „Hugsanlega munum við einhvern tímann neyðast til að nýta þessa lausn en hún er að sjálfsögðu ekki góð. Við viljum helst ekki vera að senda fólk inn til annarra af því við vitum ekki hverjar aðstæður þessa fólks eru og það getur verið mjög hættulegt. Þá segir hann að ekki hafi öll boð um aðstoð verið jafngóð. Hann segist perónulega hafa fengið mýmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og víða að, á borð við þessi: „Get tekið að mér yngri en 35 ára einhleypa konu, væri gott ef hún kynni að dansa salsa.“ Annar hafi sent skilaboð þess efnis að þremur einstæðum konum, með tvö börn í mesta lagi, stæði til boða íbúð gegn því að vinna í sex til átta klukkustundir á dag. „Þetta er mansal,“ segir Gylfi Þór. Hann segir þó að fólk átti sig ekki endilega á því að sú aðstoð sem það býður fram sé ekki það sem sóst er eftir. Ræðu Gylfa Þórs má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan en hann tekur til máls þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“