Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2022 16:54 Matvælastofnun vill ítreka að mjög mikilvægt er að fólk tilkynni um dauða villta fugla og þakkar fyrir þær fjölmörgu tilkynningar sem berast. Vísir/Vilhelm Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Rannsóknarstofa í Þýskalandi hefur haft veirur úr hænum á Skeiðum og heiðagæs á Hornafirði til rannsóknar og bárust svör í dag sem staðfesta hið alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar. Um er að ræða sama alvarlega meinvirka afbrigði fuglaflensuveirunnar H5N1 sem geisað hefur í Evrópu undanfarna mánuði. Að öllum líkindum eru þær veirur sem hafa greinst í öðrum fuglum hér á landi af sömu gerð, þar sem þetta er það afbrigði sem langmest er um í Evrópu um þessar mundir, segir í tilkynningu MAST. Þegar fuglaflensan greindist í heimilishænum hækkaði Matvælastofnun viðbúnaðarstig vegna sjúkdómsins í efsta stig, þar sem stofnunin taldi allar líkur á að um hið skæða afbrigði væri að ræða. Þessi niðurstaða rannsókna FLI staðfestir því það mat og rennir stoðum undir að rétt hafi verið að virkja viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Hér á landi er í gildi efsta stig viðbúnaðar vegna fuglaflensu. Smithætta fyrir alifugla er mikil og brýnt að fuglaeigendur gæti ýtrustu sóttvarna. Fólk er enn hvatt til að tilkynna Matvælastofnun ef það finnur dauða villta fugla. Ef fuglarnir virka veikir þá skal tilkynna það til viðkomandi sveitarfélags. Nánar á vef Matvælastofnunar. Dýraheilbrigði Fuglar Tengdar fréttir Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Rannsóknarstofa í Þýskalandi hefur haft veirur úr hænum á Skeiðum og heiðagæs á Hornafirði til rannsóknar og bárust svör í dag sem staðfesta hið alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar. Um er að ræða sama alvarlega meinvirka afbrigði fuglaflensuveirunnar H5N1 sem geisað hefur í Evrópu undanfarna mánuði. Að öllum líkindum eru þær veirur sem hafa greinst í öðrum fuglum hér á landi af sömu gerð, þar sem þetta er það afbrigði sem langmest er um í Evrópu um þessar mundir, segir í tilkynningu MAST. Þegar fuglaflensan greindist í heimilishænum hækkaði Matvælastofnun viðbúnaðarstig vegna sjúkdómsins í efsta stig, þar sem stofnunin taldi allar líkur á að um hið skæða afbrigði væri að ræða. Þessi niðurstaða rannsókna FLI staðfestir því það mat og rennir stoðum undir að rétt hafi verið að virkja viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Hér á landi er í gildi efsta stig viðbúnaðar vegna fuglaflensu. Smithætta fyrir alifugla er mikil og brýnt að fuglaeigendur gæti ýtrustu sóttvarna. Fólk er enn hvatt til að tilkynna Matvælastofnun ef það finnur dauða villta fugla. Ef fuglarnir virka veikir þá skal tilkynna það til viðkomandi sveitarfélags. Nánar á vef Matvælastofnunar.
Dýraheilbrigði Fuglar Tengdar fréttir Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32