Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 21:39 Kyana Sue segir Ísland vera heimilið sitt og vill vera hér áfram og lifa því lífi sem hún hefur byggt upp. Aðsend Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok. Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok.
Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira