Hver er Iðnaðarmaður ársins 2022? Tinni Sveinsson skrifar 4. maí 2022 14:30 Tilnefningar fyrir Iðnaðarmann ársins 2022 á X-inu. Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni ársins 2022 er í fullum gangi. Undanfarnar vikur hefur hlustendum boðist að koma með tilnefningar og barst fjöldi ábendinga um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið. Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar. Hún hefur valið átta einstaklinga sem þóttu skara framúr og hefst nú kosning á Iðnaðarmanni ársins 2022. Þetta er í sjöunda skiptið sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Árið 2015 var Arnór Davíð Pétursson pípari valinn, 2016 var það Halldóra Þorvarðardóttir blikksmiður, 2017 Auður Linda Sonjudóttir, 2018 Kristín Snorradóttir skrúðgarðyrkjufræðingur, 2019 Malín Frid loftlínurafvirki og 2020 Helgi Ólafsson rafvirki. Kosningin er í samstarfi við Sindra og stendur yfir til hádegis föstudaginn 20. maí. Í kjölfarið verður sigurvegarinn kynntur. Hér fyrir neðan má sjá keppendur og lesa meðmælabréfin sem fylgdu tilnefningum þeirra. Þar fyrir neðan er síðan kosningin sjálf og hvetjum við alla til að taka þátt. Monika, Örn og Hannes eru tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins 2022. Monika Orlowska Meðmælabréf: Monika fer létt með öll verk í kirkjugarðinum. Hvort sem það er að fella hæstu trén eða henda niður hellum. Svo er hún tveggja barna móðir sem stefnir á sveinspróf í skrúðgarðyrkju í haust. Hún er grjóthörð í öllu sem hún gerir og í síðasta vinnupartý drakk hún alla kallana undir borðið. Örn Hackert Meðmælabréf: Útúrtattaður vinnualki sem fer í sund daglega. Breytir skipulaginu á íbúðinni hjá sér og konu sinni þrisvar sinnum í mánuði (minnst). Skipulagður, lausnamiðaður, stundvís og virkilega hress og skemmtilegur. Harðduglegur maður og einfaldlega besti iðnaðarmaður landsins. Hannes Kristinn Eiríksson Meðmælabréf: Stálsmiður, brugghúsasmiður og vert á Brother Brewery. Rafmagnshjólaleiðtogi Vestmannaeyja, ritari slökkviliðsins, vinur Ketils. Með eindæmum góður blikksmiður. Æsgerður, Bergrós og Guðrún eru tilnefndar sem Iðnaðarmaður ársins 2022. Æsgerður Elín Jónsdóttir Meðmælabréf: Þriðji ættliður í bílamálum í fjölskyldufyrirtækinu Lakkhúsið. Fékk verðlaun frá Borgarholtsskóla þegar hún útskrifaðist úr bílamálaranum, tekur svo sveinsprófið í sumar. Er búinn að vinna í Lakkhúsinu núna í þrjú ár og er drulluflott. Bergrós Björk Bjarnadóttir Meðmælabréf: Hún Bergrós er raflagnmeistari, rekur eigið fyrirtæki og er fædd árið 1997. Meistari rafiðna. Guðrún Jóhannsdóttir Meðmælabréf: Þrítugur smíðakennari í grunnskóla og nemi í húsgagnasmíði. Daria og Jón Gestur eru tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins 2022. Daria Fijal Meðmælabréf: Daria útskrifaðist sem bifvélavirki vorið 2021 og hefur verið að vinna á verkstæðinu hjá Bílabúð Benna. Hún er ótrúlega dugleg og ákveðin í því sem hún gerir, stundvís og hraðhend, vinnur vel og mjög góð i samskiptum bæði við viðskiptavini og vinnufélaga. Hún er eina stelpan á verkstæðinu, stjórnar öllum með harðri hendi líka yfirmanninum, karlarnir hafa ekkert í hana. Hún er manneskjan sem allir hringja í þegar það er vandamál með bílinn, little car ninja. Jón Gestur Atlason Meðmælabréf: Frábær smiður og líka rappari og trommari. Hann er þekktur fyrir ljúfa lund, vera alltaf hress og í góðu skapi. Hann er ávallt látinn taka að sér að kenna nýjum starfsmönnum handtökin. Hann hefur haft frábær áhrif á starfsanda fyrirtækis síns og margir ungir smiðir eiga Jóni mikið að þakka! Nonni er feyki duglegur og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Hefur smíðað mörg hús og þau standa öll enn. Hann kann líka að henda hamri upp í loft og láta hann lenda í smíðabeltinu sem er eitthvað sem aðeins alvöru smiðir geta. Jæja, þá er komið að því. Hver er iðnaðarmaður ársins 2022? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan. Iðnaðarmaður ársins X977 Tengdar fréttir Iðnaðarmaður ársins: Heimsókn í Sindra Leit X977 og Sindra af Iðnaðarmanni ársins 2022 stendur nú yfir. 13. apríl 2022 12:37 X-977 og Sindri leita að iðnaðarmanni ársins 2022 „Það er mikil upphefð að bera titilinn iðnaðarmaður ársins og verðlaunin eru svakaleg. Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks. Vinnustaðir og vinnuhópar eiga auðvitað að keppa við aðra og líka sín á milli,“ segir Ómar Úlfur Eyþórsson smiður og dagskrárstjóri X-977 en X-977 leitar að iðnaðarmanni ársins 2022 í samstarfi við Sindra. 6. apríl 2022 15:01 Hinn níræði Helgi Ólafsson er iðnaðarmaður ársins Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 er lokið. Undanfarnar vikur hefur hlustendum boðist að koma með tilnefningar og bárust yfir hundrað ábendingar um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið. 22. desember 2020 12:31 Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar. Hún hefur valið átta einstaklinga sem þóttu skara framúr og hefst nú kosning á Iðnaðarmanni ársins 2022. Þetta er í sjöunda skiptið sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Árið 2015 var Arnór Davíð Pétursson pípari valinn, 2016 var það Halldóra Þorvarðardóttir blikksmiður, 2017 Auður Linda Sonjudóttir, 2018 Kristín Snorradóttir skrúðgarðyrkjufræðingur, 2019 Malín Frid loftlínurafvirki og 2020 Helgi Ólafsson rafvirki. Kosningin er í samstarfi við Sindra og stendur yfir til hádegis föstudaginn 20. maí. Í kjölfarið verður sigurvegarinn kynntur. Hér fyrir neðan má sjá keppendur og lesa meðmælabréfin sem fylgdu tilnefningum þeirra. Þar fyrir neðan er síðan kosningin sjálf og hvetjum við alla til að taka þátt. Monika, Örn og Hannes eru tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins 2022. Monika Orlowska Meðmælabréf: Monika fer létt með öll verk í kirkjugarðinum. Hvort sem það er að fella hæstu trén eða henda niður hellum. Svo er hún tveggja barna móðir sem stefnir á sveinspróf í skrúðgarðyrkju í haust. Hún er grjóthörð í öllu sem hún gerir og í síðasta vinnupartý drakk hún alla kallana undir borðið. Örn Hackert Meðmælabréf: Útúrtattaður vinnualki sem fer í sund daglega. Breytir skipulaginu á íbúðinni hjá sér og konu sinni þrisvar sinnum í mánuði (minnst). Skipulagður, lausnamiðaður, stundvís og virkilega hress og skemmtilegur. Harðduglegur maður og einfaldlega besti iðnaðarmaður landsins. Hannes Kristinn Eiríksson Meðmælabréf: Stálsmiður, brugghúsasmiður og vert á Brother Brewery. Rafmagnshjólaleiðtogi Vestmannaeyja, ritari slökkviliðsins, vinur Ketils. Með eindæmum góður blikksmiður. Æsgerður, Bergrós og Guðrún eru tilnefndar sem Iðnaðarmaður ársins 2022. Æsgerður Elín Jónsdóttir Meðmælabréf: Þriðji ættliður í bílamálum í fjölskyldufyrirtækinu Lakkhúsið. Fékk verðlaun frá Borgarholtsskóla þegar hún útskrifaðist úr bílamálaranum, tekur svo sveinsprófið í sumar. Er búinn að vinna í Lakkhúsinu núna í þrjú ár og er drulluflott. Bergrós Björk Bjarnadóttir Meðmælabréf: Hún Bergrós er raflagnmeistari, rekur eigið fyrirtæki og er fædd árið 1997. Meistari rafiðna. Guðrún Jóhannsdóttir Meðmælabréf: Þrítugur smíðakennari í grunnskóla og nemi í húsgagnasmíði. Daria og Jón Gestur eru tilnefnd sem Iðnaðarmaður ársins 2022. Daria Fijal Meðmælabréf: Daria útskrifaðist sem bifvélavirki vorið 2021 og hefur verið að vinna á verkstæðinu hjá Bílabúð Benna. Hún er ótrúlega dugleg og ákveðin í því sem hún gerir, stundvís og hraðhend, vinnur vel og mjög góð i samskiptum bæði við viðskiptavini og vinnufélaga. Hún er eina stelpan á verkstæðinu, stjórnar öllum með harðri hendi líka yfirmanninum, karlarnir hafa ekkert í hana. Hún er manneskjan sem allir hringja í þegar það er vandamál með bílinn, little car ninja. Jón Gestur Atlason Meðmælabréf: Frábær smiður og líka rappari og trommari. Hann er þekktur fyrir ljúfa lund, vera alltaf hress og í góðu skapi. Hann er ávallt látinn taka að sér að kenna nýjum starfsmönnum handtökin. Hann hefur haft frábær áhrif á starfsanda fyrirtækis síns og margir ungir smiðir eiga Jóni mikið að þakka! Nonni er feyki duglegur og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Hefur smíðað mörg hús og þau standa öll enn. Hann kann líka að henda hamri upp í loft og láta hann lenda í smíðabeltinu sem er eitthvað sem aðeins alvöru smiðir geta. Jæja, þá er komið að því. Hver er iðnaðarmaður ársins 2022? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.
Iðnaðarmaður ársins X977 Tengdar fréttir Iðnaðarmaður ársins: Heimsókn í Sindra Leit X977 og Sindra af Iðnaðarmanni ársins 2022 stendur nú yfir. 13. apríl 2022 12:37 X-977 og Sindri leita að iðnaðarmanni ársins 2022 „Það er mikil upphefð að bera titilinn iðnaðarmaður ársins og verðlaunin eru svakaleg. Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks. Vinnustaðir og vinnuhópar eiga auðvitað að keppa við aðra og líka sín á milli,“ segir Ómar Úlfur Eyþórsson smiður og dagskrárstjóri X-977 en X-977 leitar að iðnaðarmanni ársins 2022 í samstarfi við Sindra. 6. apríl 2022 15:01 Hinn níræði Helgi Ólafsson er iðnaðarmaður ársins Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 er lokið. Undanfarnar vikur hefur hlustendum boðist að koma með tilnefningar og bárust yfir hundrað ábendingar um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið. 22. desember 2020 12:31 Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Sjá meira
Iðnaðarmaður ársins: Heimsókn í Sindra Leit X977 og Sindra af Iðnaðarmanni ársins 2022 stendur nú yfir. 13. apríl 2022 12:37
X-977 og Sindri leita að iðnaðarmanni ársins 2022 „Það er mikil upphefð að bera titilinn iðnaðarmaður ársins og verðlaunin eru svakaleg. Ég hvet alla iðnaðarmenn og konur til þess að skrá sig til leiks. Vinnustaðir og vinnuhópar eiga auðvitað að keppa við aðra og líka sín á milli,“ segir Ómar Úlfur Eyþórsson smiður og dagskrárstjóri X-977 en X-977 leitar að iðnaðarmanni ársins 2022 í samstarfi við Sindra. 6. apríl 2022 15:01
Hinn níræði Helgi Ólafsson er iðnaðarmaður ársins Árleg leit útvarpsstöðvarinnar X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 er lokið. Undanfarnar vikur hefur hlustendum boðist að koma með tilnefningar og bárust yfir hundrað ábendingar um iðnaðarmenn sem eiga titilinn skilið. 22. desember 2020 12:31