Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sverrir Mar Smárason skrifar 7. maí 2022 18:45 Sigurður Ragnar var hundsvekktur eftir jafnteflið gegn ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35