Kveður Framsókn eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki söluvæn vara Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 19:23 Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Vísir/Arnar Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fyrrverandi oddviti Framsóknar, hefur sagt skilið við flokkinn eftir tólf ár í oddvitasætinu. Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“ Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“
Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira