Uppgjör á fjórðu umferðinni í Bestu: „Bara búið að vera vitleysa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 11:01 Blikar skoruðu fimm mörk í fjórðu umferðinni og eiga líka flesta leikmenn í liði umferðarinn. Vísir/Hulda Margrét Fjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist í gær og Stúkan gerði upp umferðina í gærkvöldi. Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira