Bestu mörkin ræddu samsæriskenningu Nik Þróttara um Ása dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:31 Nik Anthony Chamberlain var ósáttur með jöfnunarmark Selfoss á móti Þrótti. Vísir/Vilhelm Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, er ekki sáttur með dómarann Ásmund Þór Sveinsson sem hann sakar um að stunda það að gera mistök gegn hans liði. Bestu mörkin ræddu þessi nýjustu „mistök“ Ása dómara. Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira