Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, þekkir vel til Bwomonos en hann var aðstoðarþjálfari Southend United þar sem hann lék.
Bwomono, sem er bakvörður, lék 133 leiki og skoraði þrjú mörk fyrir Southend í ensku C- og D-deildinni á árunum 2017 og 2021. Hann hefur verið án félags síðan hann fór frá Southend sumarið 2021. Bwomono hefur leikið tvo leiki fyrir landslið Úganda.
Eyjamenn hafa góða reynslu af Úgandamönnum en Tony Mawejje, Andrew Mwesigwa, Augustine Nsumba og Abel heitinn Dharia léku með liðinu á árum áður.
ÍBV tekur á móti KR í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildarinnar klukkan 18:00 í kvöld.