Oddvitar í Reykjavík teknir tali á kjörstað: „Ég er með svona fiðrildi í maganum“ Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 21:17 Borgarstjóri var glabeittur þegar hann kom á kjörstað með fjölskyldu sinni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarstjórn stendur afar tæpt samkvæmt könnunum. Framsókn og Sósíalistar útiloka ekki að þeir gætu starfað með meirihlutaflokkunum þó mestur samhljómur virðist vera með oddvitum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar flokkanna voru flestir mættir snemma á kjörstað í morgun og fréttamenn okkar tóku þá tali. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spenntur þegar hann mætti á kjörstað. „Ég er með svona fiðrildi í maganum, bara bjartsýnn, skemmtileg kosningabarátta, mikið af orkumiklu ungu fólki sem hefur unnið með okkur,“ segir hann. Þjóðarpúls Gallup mældi meirihlutann fallinn í gær. Dagur vonar að núverandi samstarf haldi áfram. „Ef meirihlutinn heldur þá setjumst við niður ef hann gerir það ekki þá verður bara að skoða stöðuna í nýju ljósi,“ segir Dagur. Sósíalistar vilja vera með Þarna er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sammála borgarstjóranum. „Ef að meirihlutinn heldur þá er okkar fyrsta val að starfa áfram saman og þá setjast niður og ræða samstarfsfletina. En við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur úr kjörkössunum sko. Þetta verður löng nótt,“ segir hún. Hún útilokar þó ekki samstarf með Framsóknarflokknum eða Sósíalistum. „Mér líst bara vel á það ef að við náum góðum málefnasamningi,“ segir Líf. En hvernig líst Sósíalistum á að ganga inn í núverandi meirihluta? „Ég einmitt kom með þessa spurningu í kosningasjónvarpi og það var ljóst að Dagur var bara mjög ánægður með þennan meirihluta en ég er bara mjög spennt að ræða við fólkið mitt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Viðreisn til í allt en ekki Píratar Oddviti Viðreisnar veltir fyrir sér möguleikum ef meirihlutinn skyldi ekki halda. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum... og meira að segja Sósíalistum sem að vilja ekki starfa með okkur. En við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viðreisn vill greinilega vinna með hverjum sem er en það geta Píratar ekki hugsað sér. „Við höfum útilokað Sjálfstæðisflokkinn einn flokka. En öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Einar hefur ekki leitt hugann að borgarstjórastólnum Framsóknarflokkurinn mælist í stórsókn í öllum síðustu könnunum. Flokkurinn hefur ekki átt mann í borgarstjórn síðasta kjörtímabil en mælist með fjóra inni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og ótvíræður sigurvegari kosninganna, ef marka má skoðanakannanir, segist ekki hafa leitt hugann mikið að borgarstjórastólnum. „Veistu ég held að það sé ekkert skynsamlegt að vera að láta sig dreyma eitthvað. Það bara kemur í ljós. Ég meina ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð ef að það fer svoleiðis,“ segir hann. Hann er þó staðráðinn í því að vilja Framsókn í meirihluta. „Við viljum taka þátt í meirihlutasamstarfi með flokkum sem eru tilbúnir að knýja fram breytingar í borginni,“ segir hann. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill einnig knýja fram breytingar í borginni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við vonum bara að við fáum nægan styrk til að geta myndað meirihluta um breytingar,“ segir hún. Gætirðu hugsað þér að vinna með Degi og Samfylkingunni? „Það yrði kannski ekki meirihluti um breytingar - en aftur; við göngum óbundin til kosninga,“ segir Hildur. Flokkur fólksins eygir von um að ná öðrum manni inn. „Okkur langar mjög mikið að fá inn mann númer tvö sem er Helga Þórðardóttir kennari, alveg frábær manneskja, mjög reynslurík. Og já okkur langar mjög að komast í meirihluta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Oddvitar flokkanna voru flestir mættir snemma á kjörstað í morgun og fréttamenn okkar tóku þá tali. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spenntur þegar hann mætti á kjörstað. „Ég er með svona fiðrildi í maganum, bara bjartsýnn, skemmtileg kosningabarátta, mikið af orkumiklu ungu fólki sem hefur unnið með okkur,“ segir hann. Þjóðarpúls Gallup mældi meirihlutann fallinn í gær. Dagur vonar að núverandi samstarf haldi áfram. „Ef meirihlutinn heldur þá setjumst við niður ef hann gerir það ekki þá verður bara að skoða stöðuna í nýju ljósi,“ segir Dagur. Sósíalistar vilja vera með Þarna er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sammála borgarstjóranum. „Ef að meirihlutinn heldur þá er okkar fyrsta val að starfa áfram saman og þá setjast niður og ræða samstarfsfletina. En við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur úr kjörkössunum sko. Þetta verður löng nótt,“ segir hún. Hún útilokar þó ekki samstarf með Framsóknarflokknum eða Sósíalistum. „Mér líst bara vel á það ef að við náum góðum málefnasamningi,“ segir Líf. En hvernig líst Sósíalistum á að ganga inn í núverandi meirihluta? „Ég einmitt kom með þessa spurningu í kosningasjónvarpi og það var ljóst að Dagur var bara mjög ánægður með þennan meirihluta en ég er bara mjög spennt að ræða við fólkið mitt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Viðreisn til í allt en ekki Píratar Oddviti Viðreisnar veltir fyrir sér möguleikum ef meirihlutinn skyldi ekki halda. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum... og meira að segja Sósíalistum sem að vilja ekki starfa með okkur. En við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viðreisn vill greinilega vinna með hverjum sem er en það geta Píratar ekki hugsað sér. „Við höfum útilokað Sjálfstæðisflokkinn einn flokka. En öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Einar hefur ekki leitt hugann að borgarstjórastólnum Framsóknarflokkurinn mælist í stórsókn í öllum síðustu könnunum. Flokkurinn hefur ekki átt mann í borgarstjórn síðasta kjörtímabil en mælist með fjóra inni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og ótvíræður sigurvegari kosninganna, ef marka má skoðanakannanir, segist ekki hafa leitt hugann mikið að borgarstjórastólnum. „Veistu ég held að það sé ekkert skynsamlegt að vera að láta sig dreyma eitthvað. Það bara kemur í ljós. Ég meina ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð ef að það fer svoleiðis,“ segir hann. Hann er þó staðráðinn í því að vilja Framsókn í meirihluta. „Við viljum taka þátt í meirihlutasamstarfi með flokkum sem eru tilbúnir að knýja fram breytingar í borginni,“ segir hann. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill einnig knýja fram breytingar í borginni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við vonum bara að við fáum nægan styrk til að geta myndað meirihluta um breytingar,“ segir hún. Gætirðu hugsað þér að vinna með Degi og Samfylkingunni? „Það yrði kannski ekki meirihluti um breytingar - en aftur; við göngum óbundin til kosninga,“ segir Hildur. Flokkur fólksins eygir von um að ná öðrum manni inn. „Okkur langar mjög mikið að fá inn mann númer tvö sem er Helga Þórðardóttir kennari, alveg frábær manneskja, mjög reynslurík. Og já okkur langar mjög að komast í meirihluta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“