Ásmundur mættur snemma og ætlar að taka hressilega á því í kvöld Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2022 22:24 Ásmundur Einar Daðason stefnir á að verða hrókur alls fagnaðar í kvöld. Vísir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og þingmaður Framsóknar, segist vera mjög vel stemmdur í kvöld og það hafi verið gaman að fylgjast með fulltrúum flokksins um allt land. „Við höfum fundið mikla orku og mikla gleði, mikla jákvæðni og það hefur bara sjaldan legið jafn vel á mér,“ sagði Ásmundur Einar þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði af honum tali í kosningateiti Framsóknar. Ætlar þú að taka vel á því í kvöld? „Ég ætla að vera hérna með mínu fólki , hér er að koma saman Reykvíkingar, Garðbæingar og Kópavogsbúar og síðan ætla að ég að kíkja aðeins í Hafnarfjörð og Mosfellsbæ. Þannig að já, ég ætla að taka hressilega á því.“ Bjart yfir Framsókn Framsóknarmenn hafa ríka ástæðu til að vera bjartsýnir í Reykjavík en dæmi eru um að flokkurinn, sem á nú engan fulltrúa í borgarstjórn, hafi mælst með fjóra borgarfulltrúa inni í könnunum. „Ég er mjög ánægður með þetta og við erum bara að byggja upp. Það er orka í þessu og það er gleði og það var það sem var lagt upp með í þessari kosningabaráttu, það er að vera málefnaleg, halda okkar málstað, vera ekki að ráðast á andstæðingana. Það er að skila sér og þetta er bara skemmtilegt.“ Ásmundur Einar vildi ekkert gefa upp um það hvaða flokka hann vilji sjá saman í meirihluta í Reykjavík og sagði það Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins, að svara fyrir það. Þú hefur enga skoðun á því? „Eins og ég segi, við erum bara gott lið og gott teymi hérna í Reykjavík og Einar heldur á þessum bolta.“ Að sjálfsögðu vilji Framsóknarmenn komast í meirihlutasamstarf á sem flestum stöðum á landinu. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Við höfum fundið mikla orku og mikla gleði, mikla jákvæðni og það hefur bara sjaldan legið jafn vel á mér,“ sagði Ásmundur Einar þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði af honum tali í kosningateiti Framsóknar. Ætlar þú að taka vel á því í kvöld? „Ég ætla að vera hérna með mínu fólki , hér er að koma saman Reykvíkingar, Garðbæingar og Kópavogsbúar og síðan ætla að ég að kíkja aðeins í Hafnarfjörð og Mosfellsbæ. Þannig að já, ég ætla að taka hressilega á því.“ Bjart yfir Framsókn Framsóknarmenn hafa ríka ástæðu til að vera bjartsýnir í Reykjavík en dæmi eru um að flokkurinn, sem á nú engan fulltrúa í borgarstjórn, hafi mælst með fjóra borgarfulltrúa inni í könnunum. „Ég er mjög ánægður með þetta og við erum bara að byggja upp. Það er orka í þessu og það er gleði og það var það sem var lagt upp með í þessari kosningabaráttu, það er að vera málefnaleg, halda okkar málstað, vera ekki að ráðast á andstæðingana. Það er að skila sér og þetta er bara skemmtilegt.“ Ásmundur Einar vildi ekkert gefa upp um það hvaða flokka hann vilji sjá saman í meirihluta í Reykjavík og sagði það Einars Þorsteinssonar, oddvita flokksins, að svara fyrir það. Þú hefur enga skoðun á því? „Eins og ég segi, við erum bara gott lið og gott teymi hérna í Reykjavík og Einar heldur á þessum bolta.“ Að sjálfsögðu vilji Framsóknarmenn komast í meirihlutasamstarf á sem flestum stöðum á landinu.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira