Vonast til að fella meirihlutann með fulltrúa Miðflokksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2022 22:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er mikill Liverpool maður. Hann sagði að allir ættu að kunna að meta spakmæli knattspyrnustjóra liðsins þrátt fyrir að halda ekki endilega með því. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vitnaði í knattspyrnustjóra Liverpool, Jürgen Klopp, á kosningavöku Miðflokksins þar sem saman voru komnir allir frambjóðendur flokksins á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningsfólki. Sigmundur Davíð sagði í samtali við fréttastofu að hann vonaðist til þess að Miðflokkurinn myndi fá einn mann kjörinn í borgarstjórn þrátt fyrir að skoðanakannanir síðustu daga sýna það ekki. „Ég ætla nú ekki að fara að túlka tap áður en það er orðið en ég bendi á að í þessum áhugaverðu könnunum ykkar þá höfum við verið jafnt og þétt vaxandi í Reykjavík og nú miðað við síðustu könnun vantar herslumuninn, aðeins fáein atkvæði til að ná inn okkar manni og ef það gerist þá virðist ljóst að meirihlutinn fellur og þá verða tækifæri til að ná fram verulegum breytingum í borginni.“ Ef Miðflokkurinn mun ekki ná neinum manni inn þegar lokatölur liggja fyrir segist Sigmundur Davíð samt verða stoltur af frambjóðendum flokksins. „Ég varð samt jafn stoltur af oddvitanum okkar og fólkinu sem er búið að vera að berjast því það er að berjast fyrir því sem það raunverulega trúir á.“ Fréttamaður okkar spurði Sigmund Davíð hvort hann þyrfti að skoða stöðu sína sem formaður flokksins ef niðurstaðan verður sú að Miðflokkurinn nái ekki manni inn í höfuðborginni. „Nú ertu komin allt of langt en við erum með ákveðinn flokk hérna sem fékk engan mann kjörinn síðast og er núna spáð miklum sigri, við sjáum hvort það gengur allt saman eftir,“ sagði Sigmundur um sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Þannig að þetta sveiflast allt. Stjórnmálin eru, sérstaklega nú til dags, svolítið mikið eins og straumur í vatni. Þau sveiflast til og frá en við fljótum ekki með straumnum, við syndum á móti straumnum þegar á þarf að halda og við siglum með honum þegar það á við.“ Í ræðu Sigmundar vitnaði hann tvívegis í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem í dag fylgdist með sínum mönnum tryggja sér enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag. Sigmundur sagði að í lífinu væri heilbrigð skynsemi mikilvægasti hæfileikinn af öllum. Taldi hann Miðflokksmenn hafa þann hæfileika. Þá vitnaði hann í Klopp öðru sinni þegar hann sagði að það væri mest um vert að halda haus á erfiðum dögum. Sagðist hann, með þessum orðum, ekki vera að spá neinu slíku í kosningaúrslitunum en benti á að stjórnmálin væru sveiflukennd rétt eins og vatnið. „Við kunnum að synda á móti straumnum þegar á þarf að halda og við kunnum að sigla með straumnum þegar hann liggur í rétta átt og það er í rauninni ástæðan fyrir því að ég er í þessu,“ sagði Sigmundur Davíð við sitt fólk. Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 13. maí 2022 16:41 Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14. maí 2022 22:03 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í samtali við fréttastofu að hann vonaðist til þess að Miðflokkurinn myndi fá einn mann kjörinn í borgarstjórn þrátt fyrir að skoðanakannanir síðustu daga sýna það ekki. „Ég ætla nú ekki að fara að túlka tap áður en það er orðið en ég bendi á að í þessum áhugaverðu könnunum ykkar þá höfum við verið jafnt og þétt vaxandi í Reykjavík og nú miðað við síðustu könnun vantar herslumuninn, aðeins fáein atkvæði til að ná inn okkar manni og ef það gerist þá virðist ljóst að meirihlutinn fellur og þá verða tækifæri til að ná fram verulegum breytingum í borginni.“ Ef Miðflokkurinn mun ekki ná neinum manni inn þegar lokatölur liggja fyrir segist Sigmundur Davíð samt verða stoltur af frambjóðendum flokksins. „Ég varð samt jafn stoltur af oddvitanum okkar og fólkinu sem er búið að vera að berjast því það er að berjast fyrir því sem það raunverulega trúir á.“ Fréttamaður okkar spurði Sigmund Davíð hvort hann þyrfti að skoða stöðu sína sem formaður flokksins ef niðurstaðan verður sú að Miðflokkurinn nái ekki manni inn í höfuðborginni. „Nú ertu komin allt of langt en við erum með ákveðinn flokk hérna sem fékk engan mann kjörinn síðast og er núna spáð miklum sigri, við sjáum hvort það gengur allt saman eftir,“ sagði Sigmundur um sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Þannig að þetta sveiflast allt. Stjórnmálin eru, sérstaklega nú til dags, svolítið mikið eins og straumur í vatni. Þau sveiflast til og frá en við fljótum ekki með straumnum, við syndum á móti straumnum þegar á þarf að halda og við siglum með honum þegar það á við.“ Í ræðu Sigmundar vitnaði hann tvívegis í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem í dag fylgdist með sínum mönnum tryggja sér enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag. Sigmundur sagði að í lífinu væri heilbrigð skynsemi mikilvægasti hæfileikinn af öllum. Taldi hann Miðflokksmenn hafa þann hæfileika. Þá vitnaði hann í Klopp öðru sinni þegar hann sagði að það væri mest um vert að halda haus á erfiðum dögum. Sagðist hann, með þessum orðum, ekki vera að spá neinu slíku í kosningaúrslitunum en benti á að stjórnmálin væru sveiflukennd rétt eins og vatnið. „Við kunnum að synda á móti straumnum þegar á þarf að halda og við kunnum að sigla með straumnum þegar hann liggur í rétta átt og það er í rauninni ástæðan fyrir því að ég er í þessu,“ sagði Sigmundur Davíð við sitt fólk. Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 13. maí 2022 16:41 Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14. maí 2022 22:03 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57
Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. 13. maí 2022 16:41
Oddviti Miðflokksins á sterum á kosningakvöldi Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er stoltur af því hvernig hans fólk hefur komið fram í kosningabaráttunni. Hann hefur lent í nokkrum leiðinlegum atvikum í baráttunni og er á sterum í kvöld eftir að hafa misst röddina. 14. maí 2022 22:03