Ólafur vildi lítið tjá sig um mál Eggerts sem æfði með FH á meðan leyfinu stóð Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2022 16:55 Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með sigur dagsins en síður glaður að þurfa að svara spurningum um mál Eggerts Gunnþórs. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var ánægður með innkomu Eggerts Gunnþórs Jónssonar inn í lið hans í dag er FH vann 2-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál hans. Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals. Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannesson voru á skotskónum er FH hafði betur gegn nýliðum ÍBV í dag. Um er að ræða annan sigur FH í deildinni, en hinn sigurinn kom gegn öðrum nýliðum, Fram, þann 25. apríl síðastliðinn. Sigurinn er því kærkominn. „Ég er náttúrulega mjög ánægður. Mér fannst við vera ofan á lungann úr leiknum og vera betri en þeir. Það er jákvætt að halda markinu hreinu eftir smá ströggl á okkur en það gefur okkur mikið að vinna þetta í dag.“ Ólafur stillti upp í þriggja hafsenta kerfi í dag, 3-5-2, sem hann segir hafa komið vel út. Hann ítrekar þá mikilvægi sigursins fyrir framhaldið. „Við höfum notað þetta stundum, ásamt öðrum leikkerfum, og mér finnst það koma ágætlega út. Við erum náttúrulega með fínt lið, en gengið ekki verið alveg eins og við höfum viljað, svo það er smá skjálfti í okkur sem við þurfum að ná úr okkur og sigurinn í dag gerir það.“ „Það er lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega fallegan fótbolta í dag, þá gefa stigin okkur mikið og við vinnum út frá því.“ segir Ólafur. Eggert æfði á meðan hann var í leyfi frá félaginu Eggert í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét Mál sem snerist um meint kynferðisofbeldi Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns FH, var látið niður falla á föstudag. Eftir að hafa spilað fyrsta leik tímabilsins gegn Víkingi var Eggert sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir FH, vegna þrýstings frá bæði almenningi og styrktaraðilum félagsins. Eggert sneri beint aftur í byrjunarliðið í dag, sem Ólafur segir mikilvægt fyrir félagið. „Eggert er einn af betri leikmönnunum í þessari deild og það er geysilega öflugt að fá hann inn. Frábært.“ FH sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að Eggert hefði snúið aftur til starfa sinna hjá félaginu. Aðspurður um hvort það hefði aldrei verið spurning um að setja hann aftur í liðið sagði Ólafur hann hafa æft með FH-ingum á meðan leyfinu stóð. „Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga.“ Ólafur var þá spurður hvort samhugur hefði verið innan félagsins um ákvarðanirnar tvær, annars vegar að senda hann upprunalega í leyfi, og hins vegar að setja hann beint aftur inn í liðið. „Félagið sendi frá sér yfirlýsingu bæði fyrir og eftir. Lesið þið bara hana þá vitið þið allt.“ Aðspurður um áhrif máls Eggerts á leikmannahóp FH svaraði Ólafur með sjö sekúndna þögn áður en hann sagði: „Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það.“ sagði Ólafur. Ólafur brást ókvæða við spurningum blaðamanns um mál Eggerts og lét óánægju sína í ljós í lok viðtals.
Besta deild karla FH Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20 Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09 Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Umfjöllun: FH 2-0 ÍBV | FH-ingar aftur á sigurbraut FH vann 2-0 sigur á nýliðum ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. FH fer upp í sjö stig en Eyjamenn leita enn síns fyrsta sigurs. 15. maí 2022 16:20
Eggert Gunnþór snýr aftur til fyrri starfa hjá FH Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi til að snúa aftur til fyrri starfa hjá FH eftir að mál hans og Arons Einars Gunnarssonar var fellt niður. 15. maí 2022 10:09
Mál Arons Einars og Eggerts Gunnþórs fellt niður Kynferðisbrotamál knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. 13. maí 2022 18:34