Á vef Tálknafjarðarhrepps segir að 189 hafi verið á kjörskrá og kjórsóknin 73 prósent.
„Atkvæði voru nokkuð dreifð og því tók talning nokkuð langan tíma. Varpa þurfi hlutkesti um fimmta sæti aðalmanns þar sem tveir einstaklingar fengu jafn mörg atkvæði sem fimmti aðalmaður.“
Úrslit eru eftirfarandi:
Aðalmenn:
- Jóhann Örn Hreiðarsson, 72 atkvæði.
- Lilja Magnúsdóttir, 67 atkvæði.
- Jenný Lára Magnadóttir, 57 atkvæði.
- Guðlaugur Jónsson, 44 atkvæði.
- Jón Ingi Jónsson, 43 atkvæði.
Varamenn:
- Marinó Bjarnason.
- Magnús Óskar Hálfdánsson.
- Jónas Snæbjörnsson.
- Fjölnir Freysson.
- Guðlaug A. Björgvinsdóttir.
Við óbundna kosningu eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri með þeirri undantekningu að þeir sem setið hafa í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur geta skorast undan kjöri, tilkynni þeir yfirkjörstjórn það fyrir lok framboðsfrests.