Segir umgjörðina og aðstöðuna hjá Breiðabliki betri en hjá Frankfurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2022 15:31 Blikarnir Alexandra Jóhannsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir voru gestir í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Breiðabliksþema var í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Blikarnir Ásta Eir Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur. Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Breiðablik fékk Alexöndru á láni frá Frankfurt í síðustu viku og hún verður hjá Blikum fram að Evrópumótinu í júlí. Alexandra lék sinn fyrsta leik eftir heimkomuna á föstudaginn og var ekki lengi að stimpla sig inn. Hún kom Blikum á bragðið eftir fimm mínútur í 0-4 sigri á KR-ingum á Meistaravöllum. Alexandra lék með Breiðabliki á árunum 2018-20 og vildi snúa aftur til liðsins til að komast í betri leikæfingu fyrir EM. „Ég vissi og var búin að heyra af því að ég þyrfti að spila meira. Það var ekkert mikið í boði og mér fannst þetta góður kostur, að koma heim í umhverfi sem ég þekki, með stelpum sem ég þekki og fá vonandi mínútur,“ sagði Alexandra og bætti við að landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefði viljað sjá hana spila meira. Miklar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá síðasta tímabili. Sterkir leikmenn eins og Agla María Albertsdóttir eru horfnar á braut en Blikar hafa fyllt í skörðin bæði með íslenskum og erlendum leikmönnum. „Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa verið að týnast inn með vorinu. Auðvitað eru þetta miklar breytingar á hópnum en mjög jákvæðar breytingar, að fá ný andlit. Þetta hefur gengið vel en auðvitað tekur tíma að púsla saman nýju liði. En hingað til hefur þetta gengið vel,“ sagði Ásta. Klippa: Besta upphitunin fyrir 5. umferð Leikmannahópur Breiðabliks hefur ekki bara tekið breytingum heldur fengu Blikar nýjan þjálfara í haust þegar Ásmundur Arnarsson tók við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni. Þar áður hafði Þorsteinn Halldórsson stýrt Breiðabliki í sex ár. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin halda Blikar alltaf í sín Breiðablikseinkenni eins og Helena sagði. „Við misstum ekkert alla leikmennina okkar. Við héldum góðum kjarna sem hefur spilað lengi saman. Við í kjarnanum erum allar miklir sigurvegarar. Menningin í Breiðabliki helst alltaf sú sama þótt hópurinn breytist. Leikmennirnir halda menningunni gangandi með því að ná í góð úrslit og spila vel. Þjálfararnir segja sitt en við spilum leikina,“ sagði Ásta. Alexandra segir að umgjörðin og aðstaðan hjá Breiðabliki sé jafnvel betri en hjá stórliði Frankfurt. „Umgjörðin er fín en hún er frábær í Kópavogi. Þar er allt til alls. Ég gæti alveg trúað því að umgjörðin sé betri þar en úti,“ sagði Alexandra. „Við spilum á góðu grasi og æfingavöllurinn er góður en við keppum á einum stað og æfum á öðrum. Klefaaðstaðan er miklu betri í Kópavogi.“ Upphitunarþáttinn fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 5. umferð
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira