Á vefnum strandir.is kemur fram að Finnur hafi fengið 51 atkvæði í kosningunni. Alls voru 92 á kjörskrá og heildaratkvæðafjöldinn sextíu og var kjórsóknin því 65,2 prósent. Ógildir og auðir seðlar voru 1.
Eftirfarandi voru kjörnir sem aðalmenn í hreppsnefnd:
- Finnur Ólafsson með 51 atkvæði
- Halldór Logi Friðgeirsson 39 atkvæði
- Ísabella B. Lundshöj Petersen 31 atkvæði
- Hildur Aradóttir 27 atkvæði
- Arnlín Þ. Óladóttir 22 atkvæði
Varamenn eru Franklín B. Ævarsson 21 atkvæði; Ingólfur Á. Haraldsson 22 atkvæði; Bjarni Þórisson 28 atkvæði; Aðalbjörg Óskarsdóttir 18 atkvæði og Sunna Einarsdóttir 15 atkvæði.
Við óbundna kosningu eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri með þeirri undantekningu að þeir sem setið hafa í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur geta skorast undan kjöri, tilkynni þeir yfirkjörstjórn það fyrir lok framboðsfrests.
Eftirfarandi skipuðu hreppsnefnd eftir kosningarnar 2018:
- Arnlín Óladóttir, skógræktarráðgjaf
- Eva K. Reynisdóttir, sjómaður
- Finnur Ólafsson, oddviti
- Halldór Logi Friðgeirsson, sjómaður
- Margrét Ólöf Bjarnadóttir, sjómaður