Umfjöllun og viðtöl: Afturelding 1-3 Stjarnan | Stjarnan klifrar upp töfluna eftir sigur í Mosfellsbæ Sindri Már Fannarsson skrifar 18. maí 2022 21:12 Stjarnan KR Besta deild kvenna sumar 2022 fótbolti KSÍ Hulda Margrét Stjarnan vann 1-3 sigur á Aftureldingu í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Sigrún Gunndís Harðardóttir skoraði mark Aftureldingar en Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir, sem skoraði tvö, sáu um markaskorun Garðbæinga. Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik en Afturelding jafnaði fljótlega á eftir. Stjarnan tók svo öll völd í seinni hálfleik og var það einungis tímaspursmál hvenær Garðbæingar skoruðu sigurmarkið. Annað mark Stjörnunnar kom á 86. mínútu og hið þriðja í framlengingu. Stjarnan fór betur af stað og átti strax í byrjun leiks nokkur marktækifæri. Eftir 15 mínútna leik kom upp vafaatriði þar sem boltinn virtist fara í hendi Sigrúnar Bryndísar, varnarmanns Aftureldingar, í eigin teig. Ekkert var dæmt og leikurinn fékk að fljóta áfram. Eftir um hálftíma leik komst Stjarnan yfir. Katrín Ásbjörnsdóttir gaf sendingu inn fyrir á Jasmín Erlu Ingadóttur sem slapp í gegn, hún tók skot sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar, varði en Jasmín Erla var fljót til, hirti frákastið og setti boltann í autt netið. Afturelding var ekki lengi að svara fyrir sig en þremur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Jade Arianna Gentile sótti hratt inn á teiginn, færði sig alveg upp að markinu áður en hún gaf lágan bolta fyrir á Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur, sem tæklaði boltann í autt markið. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, vill meina að um rangstöðu hafi verið að ræða í aðdraganda marksins. Það sem eftir lifði hálfleiks var leikurinn nokkuð jafn en hið sama má ekki segja um seinni hálfleikinn. Stjarnan tók öll völd í seinni hálfleik, þær yfirspiluðu Aftureldingu og leyfðu þeim ekkert að halda boltanum. Stjarnan átti fjölda færa og Afturelding nokkrar skyndisóknir á móti. Aftureldingarkonur komust þó aldrei almennilega inn í leikinn. Á 86. mínútu var loksins komið að því. Sóley Guðmundsdóttir tók hornspyrnu sem rataði á höfuðið á varamanninum Alexu Kirton, hún skallaði í þvöguna á miðjum teignum og Jasmín Erla skallaði í netið. Þjálfarateymi Aftureldingar var allt annað en sátt með þetta mark og vildu meina að brotið hefði verið á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving, markverði Aftureldingar. Sveinbjörn Sigurjónsson, meðlimur þjálfarateymis Aftureldingar, fékk rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfar marksins. Stjarnan bætti að lokum einu marki við í uppbótatíma, Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði skallamark beint úr horni eftir sendingu frá Sóley Guðmundsdóttur, lokatölur 1-3. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan stjórnaði öllu spili og gangi leiksins í seinni hálfleik. Í rauninni var það spurning um hvenær en ekki hvort þær kæmust yfir, svo mikill var sóknarþunginn. Þær mættu tvíefldar í seinni hálfleik og Afturelding átti afar erfitt með að komast inn í leikinn, fyrir utan nokkrar skyndisóknir. Hverjar stóðu upp úr? Stjörnuliðið sem heild stóð sig mjög vel. Þeirra á meðal ber kannski helst að nefna varamennina Sóley Guðmundsdóttur og Alexu Kirton, sem komu inná og kláruðu leikinn. Dennis Chyanne átti einnig góðan leik í vörn Aftureldingar, sem og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í markinu en það er þeim að þakka að tap Aftureldingar var ekki stærra. Hvað gekk illa? Framan af var það færanýting Stjörnunnar sem gekk ekki nógu vel. Þær höfðu fulla stjórn á gangi leiksins og í rauninni var ótrúlegt að þær hafi ekki komist yfir í seinna sinn fyrr en í blálok leiksins. Aftureldingarkonur stóðu sig eins og hetjur í vörninni og vantaði aðeins herslumuninn að ná að klára þessar síðustu mínútur og sækja eitt stig. Einhverjir myndu segja að dómarar leiksins hafi átt slæman leik, en þjálfarar beggja liða vildu meina að mörk andstæðinganna hefðu verið ólögleg og svo hefði Stjarnan líklegast átt að fá vítaspyrnu eftir korters leik. Hvað gerist næst? Afturelding á alvöru botnbaráttuleik á mánudaginn en þær kíkja í Vesturbæinn og leika gegn KR en KR er í neðsta sæti Bestu deildar kvenna og Afturelding í næst neðsta. Stjarnan fær hins vegar topplið Selfoss í heimsókn sama dag, en Selfosskonur eru ósigraðar í Bestu deild kvenna enn sem komið er. „Það er bara leiðinlegt að tapa svona. Það er eiginlega bara hundfúlt.“ Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var allt annað en sáttur með lokamínútur leiksins. „Leikurinn var í heildina svolítið kaflaskiptur og við byrjuðum af krafti og síðan svona tók Stjarnan pínu yfir þetta, við þurftum aðeins að verjast í seinni. Mér fannst þetta bara vera 50/50, við hefðum getað stolið þessu með skyndisóknum en svona er þetta bara, stundum fellur þetta ekki með manni,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í samtali við Vísi eftir leik. „Ekkert svekkjandi að tapa fótboltaleikjum sko, mér finnst það ekki. Mér finnst bara svekkjandi þegar dómararnir þurfa að vera í aðalhlutverki í þessu. Það er það sem mér finnst leiðinlegt. En eins og maður er farinn að fatta þá eru ekki settir nógu góðir dómarar á þessa leiki, svona er þetta bara í þessu“ „Það er farið með hendur upp í andlitið á markmanninum og það er leiðinlegt að tapa svona. Það er eiginlega bara hundfúlt.“ „Það eru einhver atvik, fram og til baka, dómarinn dæmir og dómarinn dæmir ekki,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar. „Það var allavega ekki lagt upp með að brjóta“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL „Við tókum völdin strax í leiknum og eiginlega slepptum aldrei krumlunni á þeim,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi. „Við náttúrulega fáum tvö hálffæri í byrjun leiksins sem við eigum að klára, við hittum ekki einu sinni á rammann. Það tók of langan tíma að setja boltann á markið, opnari færi, það gekk erfiðlega að opna þær alveg en maður fann það alveg að þetta var bara spurning um mínútur þarna undir lokin og leikbreytarnir sem komu inná, þær gáfu liðinu orku og settu upp tvö mörk. Það var bara frábært og það er akkúrat það sem að leikmennirnir sem eru fyrir utan eiga að gera þegar þær fá sénsinn til að koma inná.“ Kristján gat ekki kvartað yfir dómgæslunni á sama hátt og þjálfari Aftureldingar. „Það eru atriði í leiknum fram og til baka, við viljum meina að markið þeirra sé rangstaða. Boltinn fór vissulega í hendina á Aftureldingarstúlkunni en þetta er svona í fótbolta, fram og til baka. Það eru einhver atvik, dómarinn dæmir og dómarinn dæmir ekki. Einn leikinn þá færðu víti eða ekki víti og svona var það núna. Einhver leikbrot inn í teig get ég ekki séð, þar sem að ég held að það hafi verið 20 leikmenn inni í teignum, það er vonlaust fyrir mig að tala um það. „Það var allavega ekki lagt upp með að brjóta. Við verðum bara að horfast í augu við það að, mig grunar að dómaranefndin eigi fullt í fangi með að raða á leiki og fá fólk til starfa. Við verðum að hjálpa fólkinu sem er að dæma leikina, ef við erum alltaf öskrandi á þá neikvætt þá hefur enginn áhuga á því að vera í þessu. Við þurfum að bera virðingu fyrir þessu starfi,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Besta deild kvenna Afturelding Stjarnan
Stjarnan vann 1-3 sigur á Aftureldingu í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Sigrún Gunndís Harðardóttir skoraði mark Aftureldingar en Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir, sem skoraði tvö, sáu um markaskorun Garðbæinga. Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik en Afturelding jafnaði fljótlega á eftir. Stjarnan tók svo öll völd í seinni hálfleik og var það einungis tímaspursmál hvenær Garðbæingar skoruðu sigurmarkið. Annað mark Stjörnunnar kom á 86. mínútu og hið þriðja í framlengingu. Stjarnan fór betur af stað og átti strax í byrjun leiks nokkur marktækifæri. Eftir 15 mínútna leik kom upp vafaatriði þar sem boltinn virtist fara í hendi Sigrúnar Bryndísar, varnarmanns Aftureldingar, í eigin teig. Ekkert var dæmt og leikurinn fékk að fljóta áfram. Eftir um hálftíma leik komst Stjarnan yfir. Katrín Ásbjörnsdóttir gaf sendingu inn fyrir á Jasmín Erlu Ingadóttur sem slapp í gegn, hún tók skot sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar, varði en Jasmín Erla var fljót til, hirti frákastið og setti boltann í autt netið. Afturelding var ekki lengi að svara fyrir sig en þremur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Jade Arianna Gentile sótti hratt inn á teiginn, færði sig alveg upp að markinu áður en hún gaf lágan bolta fyrir á Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur, sem tæklaði boltann í autt markið. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, vill meina að um rangstöðu hafi verið að ræða í aðdraganda marksins. Það sem eftir lifði hálfleiks var leikurinn nokkuð jafn en hið sama má ekki segja um seinni hálfleikinn. Stjarnan tók öll völd í seinni hálfleik, þær yfirspiluðu Aftureldingu og leyfðu þeim ekkert að halda boltanum. Stjarnan átti fjölda færa og Afturelding nokkrar skyndisóknir á móti. Aftureldingarkonur komust þó aldrei almennilega inn í leikinn. Á 86. mínútu var loksins komið að því. Sóley Guðmundsdóttir tók hornspyrnu sem rataði á höfuðið á varamanninum Alexu Kirton, hún skallaði í þvöguna á miðjum teignum og Jasmín Erla skallaði í netið. Þjálfarateymi Aftureldingar var allt annað en sátt með þetta mark og vildu meina að brotið hefði verið á Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving, markverði Aftureldingar. Sveinbjörn Sigurjónsson, meðlimur þjálfarateymis Aftureldingar, fékk rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfar marksins. Stjarnan bætti að lokum einu marki við í uppbótatíma, Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði skallamark beint úr horni eftir sendingu frá Sóley Guðmundsdóttur, lokatölur 1-3. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan stjórnaði öllu spili og gangi leiksins í seinni hálfleik. Í rauninni var það spurning um hvenær en ekki hvort þær kæmust yfir, svo mikill var sóknarþunginn. Þær mættu tvíefldar í seinni hálfleik og Afturelding átti afar erfitt með að komast inn í leikinn, fyrir utan nokkrar skyndisóknir. Hverjar stóðu upp úr? Stjörnuliðið sem heild stóð sig mjög vel. Þeirra á meðal ber kannski helst að nefna varamennina Sóley Guðmundsdóttur og Alexu Kirton, sem komu inná og kláruðu leikinn. Dennis Chyanne átti einnig góðan leik í vörn Aftureldingar, sem og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í markinu en það er þeim að þakka að tap Aftureldingar var ekki stærra. Hvað gekk illa? Framan af var það færanýting Stjörnunnar sem gekk ekki nógu vel. Þær höfðu fulla stjórn á gangi leiksins og í rauninni var ótrúlegt að þær hafi ekki komist yfir í seinna sinn fyrr en í blálok leiksins. Aftureldingarkonur stóðu sig eins og hetjur í vörninni og vantaði aðeins herslumuninn að ná að klára þessar síðustu mínútur og sækja eitt stig. Einhverjir myndu segja að dómarar leiksins hafi átt slæman leik, en þjálfarar beggja liða vildu meina að mörk andstæðinganna hefðu verið ólögleg og svo hefði Stjarnan líklegast átt að fá vítaspyrnu eftir korters leik. Hvað gerist næst? Afturelding á alvöru botnbaráttuleik á mánudaginn en þær kíkja í Vesturbæinn og leika gegn KR en KR er í neðsta sæti Bestu deildar kvenna og Afturelding í næst neðsta. Stjarnan fær hins vegar topplið Selfoss í heimsókn sama dag, en Selfosskonur eru ósigraðar í Bestu deild kvenna enn sem komið er. „Það er bara leiðinlegt að tapa svona. Það er eiginlega bara hundfúlt.“ Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var allt annað en sáttur með lokamínútur leiksins. „Leikurinn var í heildina svolítið kaflaskiptur og við byrjuðum af krafti og síðan svona tók Stjarnan pínu yfir þetta, við þurftum aðeins að verjast í seinni. Mér fannst þetta bara vera 50/50, við hefðum getað stolið þessu með skyndisóknum en svona er þetta bara, stundum fellur þetta ekki með manni,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í samtali við Vísi eftir leik. „Ekkert svekkjandi að tapa fótboltaleikjum sko, mér finnst það ekki. Mér finnst bara svekkjandi þegar dómararnir þurfa að vera í aðalhlutverki í þessu. Það er það sem mér finnst leiðinlegt. En eins og maður er farinn að fatta þá eru ekki settir nógu góðir dómarar á þessa leiki, svona er þetta bara í þessu“ „Það er farið með hendur upp í andlitið á markmanninum og það er leiðinlegt að tapa svona. Það er eiginlega bara hundfúlt.“ „Það eru einhver atvik, fram og til baka, dómarinn dæmir og dómarinn dæmir ekki,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar. „Það var allavega ekki lagt upp með að brjóta“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL „Við tókum völdin strax í leiknum og eiginlega slepptum aldrei krumlunni á þeim,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi. „Við náttúrulega fáum tvö hálffæri í byrjun leiksins sem við eigum að klára, við hittum ekki einu sinni á rammann. Það tók of langan tíma að setja boltann á markið, opnari færi, það gekk erfiðlega að opna þær alveg en maður fann það alveg að þetta var bara spurning um mínútur þarna undir lokin og leikbreytarnir sem komu inná, þær gáfu liðinu orku og settu upp tvö mörk. Það var bara frábært og það er akkúrat það sem að leikmennirnir sem eru fyrir utan eiga að gera þegar þær fá sénsinn til að koma inná.“ Kristján gat ekki kvartað yfir dómgæslunni á sama hátt og þjálfari Aftureldingar. „Það eru atriði í leiknum fram og til baka, við viljum meina að markið þeirra sé rangstaða. Boltinn fór vissulega í hendina á Aftureldingarstúlkunni en þetta er svona í fótbolta, fram og til baka. Það eru einhver atvik, dómarinn dæmir og dómarinn dæmir ekki. Einn leikinn þá færðu víti eða ekki víti og svona var það núna. Einhver leikbrot inn í teig get ég ekki séð, þar sem að ég held að það hafi verið 20 leikmenn inni í teignum, það er vonlaust fyrir mig að tala um það. „Það var allavega ekki lagt upp með að brjóta. Við verðum bara að horfast í augu við það að, mig grunar að dómaranefndin eigi fullt í fangi með að raða á leiki og fá fólk til starfa. Við verðum að hjálpa fólkinu sem er að dæma leikina, ef við erum alltaf öskrandi á þá neikvætt þá hefur enginn áhuga á því að vera í þessu. Við þurfum að bera virðingu fyrir þessu starfi,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti