Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 17:01 Ekki voru allir sammála um hvort þetta mark Stjörnunnar ætti að fá að standa. Stöð 2 Sport Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna. Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira