Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 18:14 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður. Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Að auki er rætt við sómalska konu, sem vísa á úr landi á næstu dögum, sem segir brottvísunina ógna lífi sínu. Lögmaður hennar fordæmir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl. Stjórnvöld haldi því ranglega fram að konan og aðrir umbjóðendur hans hafi sjálf tafið afgreiðslu mála sinna. Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Sérfræðingur hefur þungar áhyggjur af lítilli fræðslu til foreldra um miðlanotkun barna, en lang flest börn tólf ára og eldri eru með aðgang að samskiptaforritinu Snapchat. Maður sem í gær var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot nálgaðist börn í gegnum forritið. Áhersla rússneska hersins er nú öll á aðra hluta Donbas-héraðanna í austurhluta Úkraínu, eftir að Úkraínuher beið endanlegan ósigur í Mariupol eftir langt umsátur. (lum) Í ljósi yfirvofandi stórsóknar hersins á stærra svæði hafa vestrænar þjóðir bætt enn í gífurleg fjárútlát til stuðnings Úkraínumönnum - þar á meðal boða Þjóðverjar afhendingu 15 skriðdreka til Úkraínu. Á sama tíma hafa Rússar skrúfað fyrir gasið til Finna í ljósi inngöngu þeirra í NATO. Talsmaður úkraínska varnarmálaráðuneytisins segir hörkuna í átökunum í Úkraínu færast í aukana. Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman. Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Rekstraraðilar Kolaportsins eru í óvissu með framtíðina eftir að tilkynnt var um byggingu nýs Listaháskóla í húsinu. Í bili er þetta veislusalur og það er nóg að gera. Elísabet Inga fréttamaður okkar kíkir í heimsókn og spáir í spilin.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira