Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 21. maí 2022 18:10 Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. Þetta er á meðal þess sem fjallað er um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök héldu áfram víða í dag. Úkraínuforseti segir ekki stefnt að því að ráðast á Rússland og ítrekar að Úkraínumenn séu í stríði á eigin grundu. Stórtónleikar ítalska söngvarans Andrea Bocelli fara loksins fram í Kórnum í kvöld, tæplega tveimur árum eftir að þeir áttu upprunalega að fara fram. Fanndís Birna Logadóttir verður á staðnum. Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búinn. Á bænum Álftavatni á Snæfellsnesi hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. Forystukindin Flekka bar tveimur fallegum lömbum á meðan Magnús Hlynur leit við í fjárhúsinu. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök héldu áfram víða í dag. Úkraínuforseti segir ekki stefnt að því að ráðast á Rússland og ítrekar að Úkraínumenn séu í stríði á eigin grundu. Stórtónleikar ítalska söngvarans Andrea Bocelli fara loksins fram í Kórnum í kvöld, tæplega tveimur árum eftir að þeir áttu upprunalega að fara fram. Fanndís Birna Logadóttir verður á staðnum. Sauðburði er nú að ljúka hjá sauðfjárbændum landsins og á sumum stöðum er hann alveg búinn. Á bænum Álftavatni á Snæfellsnesi hefur sauðburður aldrei gengið eins vel og í vor. Forystukindin Flekka bar tveimur fallegum lömbum á meðan Magnús Hlynur leit við í fjárhúsinu.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira