Andrew Fletcher látinn sextugur að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 08:09 Andrew Fletcher spilar með Depeche Mode í Mílanó á Ítalíu árið 2017. Getty/Sergione Infuso Andrew Fletcher, hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode er látinn. Hljómsveitin tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en Fletcher var sextíu ára að aldri. „Við erum slegin og finnum fyrir yfirþyrmandi sorg vegna ótímabærs fráfalls okkar kæra vinar, fjölskyldumeðlims og hljómsveitarmeðlims Andy ‚Fletch‘ Fletcher,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gær. Hljómsveitin Depeche Mode var stofnuð í borginni Basildon í Essex seint á áttunda áratug síðustu aldar og hefur hún átt sautján breiðskífur í efstu tíu sætum breska vinsældalistans. Þá hafa listamennirnir náð miklum vinsældum erlendis með lögum á borð við Enjoy The Silence, Personal Jesus og Just Can’t Get Enough. pic.twitter.com/RlB7QM6ckW— Depeche Mode (@depechemode) May 26, 2022 Fletcher fæddist árið 1961 í Nottingham og flutti til Basildon þar sem hann stofnaði sveitina Composition Of Sound seint á áttunda áratugnum ásamt Martin Gore and Vince Clarke. Þegar söngvarinn Dave Gahan bættist í hópinn breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Depeche Mode og fjórmenningarnir gáfu út röð slagara í byrjun níunda áratugarins sem náðu hátt á vinsældalistum. Fletcher skilur eftir sig eiginkonu sína Grainne og tvö börn, Megan og Joe. Breska stórsveitin Pet Shop Boys minntust Fletcher í gær. We re saddened and shocked that Andy Fletcher of Depeche Mode has died. Fletch was a warm, friendly and funny person who loved electronic music and could also give sensible advice about the music business. pic.twitter.com/tOMQaeaFoc— Pet Shop Boys (@petshopboys) May 26, 2022 Andlát Tónlist Bretland Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Við erum slegin og finnum fyrir yfirþyrmandi sorg vegna ótímabærs fráfalls okkar kæra vinar, fjölskyldumeðlims og hljómsveitarmeðlims Andy ‚Fletch‘ Fletcher,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á Twitter í gær. Hljómsveitin Depeche Mode var stofnuð í borginni Basildon í Essex seint á áttunda áratug síðustu aldar og hefur hún átt sautján breiðskífur í efstu tíu sætum breska vinsældalistans. Þá hafa listamennirnir náð miklum vinsældum erlendis með lögum á borð við Enjoy The Silence, Personal Jesus og Just Can’t Get Enough. pic.twitter.com/RlB7QM6ckW— Depeche Mode (@depechemode) May 26, 2022 Fletcher fæddist árið 1961 í Nottingham og flutti til Basildon þar sem hann stofnaði sveitina Composition Of Sound seint á áttunda áratugnum ásamt Martin Gore and Vince Clarke. Þegar söngvarinn Dave Gahan bættist í hópinn breyttu þeir nafni hljómsveitarinnar í Depeche Mode og fjórmenningarnir gáfu út röð slagara í byrjun níunda áratugarins sem náðu hátt á vinsældalistum. Fletcher skilur eftir sig eiginkonu sína Grainne og tvö börn, Megan og Joe. Breska stórsveitin Pet Shop Boys minntust Fletcher í gær. We re saddened and shocked that Andy Fletcher of Depeche Mode has died. Fletch was a warm, friendly and funny person who loved electronic music and could also give sensible advice about the music business. pic.twitter.com/tOMQaeaFoc— Pet Shop Boys (@petshopboys) May 26, 2022
Andlát Tónlist Bretland Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira