Norðurá að verða svo gott sem uppseld Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2022 10:01 Við Norðurá. Mynd / Svavar Hávarðsson Laxveiðin hefst 1. júní og það er mikil spenna í loftinu eins og alltaf en þeir sem ætla sér að veiða í sumar og eru ekki búnir að bóka neitt gætu lent í vandræðum. Staðan er þannig hjá velflestum veiðileyfasölum að margar árnar eru uppseldar eða afar lítið eftir af veiðidögum. Ein af ánum sem er einmitt að detta í að verða uppseld er Norðurá en Veiðivísir heyrði í Brynjari Þór Hreggviðssyni sölustjóra Norðurár og staðan er þannig að Norðurá er í dag ca 96% seld. Eftirspurn eftir veiðileyfum frá erlendum veiðimönnum hefur tekið mikin kipp og það er ljóst að heilt yfir á veiðisvæðum landsins gæti verið að stefna í met. Það litla sem er laust í dag í ánum verður fljótt að fara ef veiðin fer ágætlega af stað og erlendir veiðimenn eru margir þegar farnir að teygja sig inn á jaðartímann sem hefur verið mest sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Urriðafoss er það veiðisvæði sem opnar fyrst og það verður spennandi að sjá hvað gerist. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Staðan er þannig hjá velflestum veiðileyfasölum að margar árnar eru uppseldar eða afar lítið eftir af veiðidögum. Ein af ánum sem er einmitt að detta í að verða uppseld er Norðurá en Veiðivísir heyrði í Brynjari Þór Hreggviðssyni sölustjóra Norðurár og staðan er þannig að Norðurá er í dag ca 96% seld. Eftirspurn eftir veiðileyfum frá erlendum veiðimönnum hefur tekið mikin kipp og það er ljóst að heilt yfir á veiðisvæðum landsins gæti verið að stefna í met. Það litla sem er laust í dag í ánum verður fljótt að fara ef veiðin fer ágætlega af stað og erlendir veiðimenn eru margir þegar farnir að teygja sig inn á jaðartímann sem hefur verið mest sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Urriðafoss er það veiðisvæði sem opnar fyrst og það verður spennandi að sjá hvað gerist.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði