Bílaleigur stórauka bílakaup en horfa í auknum mæli til bensín- og dísilbíla Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 10:49 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fleiri horfa nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, eftir að verð á tengiltvinnbílum hækkaði í vor. Stóraukin umsvif bílaleiga eru meginástæða þess að sala á bílum jókst verulega á milli ára fyrstu mánuði ársins. Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Sala nýrra fólksbíla jókst um 63% á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú hafa 6.844 nýi fólksbílar selst, þar af 2.223 í maí samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Það sem réði mestu um aukninguna á milli ára voru stórinnkaup bílaleiga á nýjum fólksbílum. Þær hafa keypt 3.333 nýja bíla það sem af er ári sem er 155% fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Kaup þeirra á fólksbílum tvöfaldaðist á milli ára í maí. Fólksbílakaup einstaklinga jukust um fjórðung á milli ára. Einstaklingar hafa keypt 2.624 bíla það sem af er ári. Önnur fyrirtæki en bílaleigur hafa keypt 808 nýjar fólksbifreiðar á árinu en það er fjölgun um fjögur prósent frá því í fyrra. Nýorkubílar rúmur helmingur nýrra bíla Svonefndir nýorkubílar, rafmagns-, tengiltvinn- og metanbílar, voru rétt rúmlega 57% allra seldra nýrra fólksbíla á fyrstu mánuðum ársins. Hlutfallið var um 46% á sama tíma í fyrra. Rafmagnsbílar voru 29,46% af heildinni en tengilvinnbílar 27,57%. Bílgreinasambandið bendir á að nú sé fyrirsjáanlegt að verð á tengiltvinnbílum hækki þar sem stjórnvöld hafa boðað afnám ívilnana. Fjöldatakmark um að aðeins fyrstu 15.000 seldu tengiltvinnbílarnir fengju ívilnanir náðist í apríl og var mikill gangur í sölu á þeim síðustu daga þess mánaðar og fyrstu daga maí. Þannig voru 423 tengiltvinnbílar skráðir fyrstu vikuna í maí en aðeins fjórir vikuna á eftir. Eftir að ívilnun stjórnvalda féll úr gildi hafa 207 tengiltvinnbílar verið skráðir. Greinilegt er að mati sambandsins að fleiri horfi nú til bensín- og dísilbíla, sérstaklega bílaleigur, vegna minnkandi samkeppnishæfni tengiltvinnbíla. „Líklegt verður að teljast að það að stjórnvöld hafi ekki hlustað á rök Bílgreinasambandins og fleiri samtaka um þær afleiðingar sem þetta muni hafa til lengri tíma og muni setja markmið stjórnvalda í loftlagsmálum í uppnám þar sem hægja mun á orkuskiptum í samgöngum,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Hlutfall vistvænna bílaleigubíla átti að aukast áfram Hraðari innleiðing vistvænna bílaleigubíla er á meðal aðgerða í áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Bílaleigur hafi verið kaupendur að um 40% af nýseldum bílum á landinu og það hlutfall sér hvergi svo hátt í heiminum. Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráðum bifreiðum hjá bílaleigufyrirtækjum fór úr fjórum prósentum árið 2019 í fjórtán prósent árið 2020. Í aðgerðaáætluninni frá 2020 var gert ráð fyrir að hlutfallið hækkaði enn frekar í fyrra og í ár með nýjum ívilnunum. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins hefur hlutfall nýorkubíla aukist verulega í innkaupum bílaleiga á milli ára. Um 65% fólksbílanna sem þær hafa keypt til þessa eru tengitvinn-, blendings- eða rafbílar. Sérstaklega fjölgaði tengiltvinnbílum hlutfallslega í innkaupunum. Þeir voru 9,63% af nýjum fólksbílum sem bílaleigur keyptu fyrri hluta árs í fyrra en voru rétt tæp 35% í ár. Hlutfall hreinna rafbíla er þó tiltölulega látt og lækkar raunar á milli ára. Þeir voru 4,89% af bílum sem bílaleigurnar keyptu á fyrstu mánuðum ársins en þeir voru 5,96% á sama tíma í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð með nánari tölum um bílainnkaup bílaleigufyrirtækjanna.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira