„Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki“ Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 12:17 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að skrifleg ökupróf séu á skiljanlegri íslensku. vísir/vilhelm Prófessor emeritus í íslensku fagnar því að til standi að breyta orðalagi bóklegra ökuprófa en það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið, meðal annars af ökukennurum sem segja vísvitandi villt um fyrir próftökum með flóknu orðalagi og gamaldags setningagerð. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sendi Samgöngustofu erindi á dögunum og skoraði á stofnunina að taka ábendingar um málfar skriflegra ökuprófa alvarlega og endurskoða prófin frá grunni með það að markmiði að hafa þau á eðlilegu daglegu máli eins og lög mæla fyrir um. Í erindinu vísar Eiríkur í grein Stundarinnar þar sem rætt er við ökukennara til tuga ára sem segir umgjörð um ökupróf vera „valdníðslu gegn próftaka.“ Að hans mati er beinlínis verið að villa vísvitandi um fyrir fólki þegar kemur að ökuprófum og gera því erfitt fyrir, án þess að það þjóni þeim tilgangi að fá betri ökumenn út á göturnar, að því er segir í umfjöllun Stundarinnar sem lesa má hér. Lofa bót og betrun Í svari Samgöngustofu við erindi Eiríks segir að endurskoðun á skriflegum bílprófum standi nú yfir enda eigi prófin einfaldlega að kanna þekkingu nemenda á umferðarreglum og ábyrgð ökumanna og því mikilvægt að orðalag spurninganna þvælist ekki fyrir. Eiríkur segir í samtali við Vísi að Samgöngustofa eigi hrós skilið fyrir skjót viðbrögð og ítarlegt og málefnalegt svar, og að jafnframt sé ástæða til að fagna þeirri endurskoðun prófanna sem þar er lýst. Eiríkur sendi álíka erindi fyrir þremur árum síðan. Þá fékk hann þau svör að prófin hefðu verið borin undir sérfræðinga hjá Háskóla Íslands en miðað við þær sögur sem hann hefur heyrt síðan virðist það hafa breytt litlu til betri vegar. Svo virðist sem sérfræðingar innan háskólans hafi metið það sem svo að prófin væru á réttri íslensku og því ekkert sett út á orðalag þeirra. „Þó eitthvað sé rétt íslenska getur það verið mjög tyrfið þrátt fyrir það. Þó það sé hárrétt getur það verið torskilið,“ segir Eiríkur. Eiríkur nefnir til dæmis mann sem sagði honum sögu af dóttur sinni sem hann hafði aðstoðað við lærdóm fyrir bóklega hluta bílprófsins. Sá sagði dóttur sína hafa fengið villu fyrir spurningu sem hún vissi mætavel svarið við. Spurningin hafi einfaldlega verið orðuð þannig að hún skildi hana ekki. Þetta segir Eiríkur vera óboðlegt. „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki af ómálefnalegum ástæðum. Það er illa gert bæði gagnvart málnotendum og tungumálinu,“ segir hann. Þá gagnrýnir Eiríkur að ekkert námsefni sé til fyrir skrifleg ökupróf á erlendum tungumálum en próftakar hafa rétt á því að taka ökupróf á móðurmáli sínu. „Segjum að þú hafir pólsku að móðurmáli og getir tekið prófið á pólsku, þá er lítið gagn af því ef allt námsefnið sem þú þarft að lesa fyrir prófið er bara til á íslensku,“ segir hann. Lesskilningur hafi ekkert með ökufærni að gera Eiríkur segir að auðvitað séu ákveðin svið þar sem nauðsynlegt er að hafa góðan skilning á tungumálinu og geta rýnt í flókinn texta. Því sé í ýmsum tilvikum réttlætanlegt að hafa prófspurningar í flóknari kantinum. „En þarna er um að ræða bílpróf sem venjulegt fólk tekur og það á ekkert að vera að meta hæfni fólks í tungumálinu, það á ekkert að meta lesskilning, það er bara allt annað mál. Auðvitað er vont ef lesskilningi fer hrakandi en það kemur hæfni fólks til að keyra bíl ekkert við,“ segir hann. Eiríkur hefur fjallað ítarlega um málið á Facebookhópnum Málspjallið, sem hann stofnaði. Lesa má hugleiðingar Eiríks hér. Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sendi Samgöngustofu erindi á dögunum og skoraði á stofnunina að taka ábendingar um málfar skriflegra ökuprófa alvarlega og endurskoða prófin frá grunni með það að markmiði að hafa þau á eðlilegu daglegu máli eins og lög mæla fyrir um. Í erindinu vísar Eiríkur í grein Stundarinnar þar sem rætt er við ökukennara til tuga ára sem segir umgjörð um ökupróf vera „valdníðslu gegn próftaka.“ Að hans mati er beinlínis verið að villa vísvitandi um fyrir fólki þegar kemur að ökuprófum og gera því erfitt fyrir, án þess að það þjóni þeim tilgangi að fá betri ökumenn út á göturnar, að því er segir í umfjöllun Stundarinnar sem lesa má hér. Lofa bót og betrun Í svari Samgöngustofu við erindi Eiríks segir að endurskoðun á skriflegum bílprófum standi nú yfir enda eigi prófin einfaldlega að kanna þekkingu nemenda á umferðarreglum og ábyrgð ökumanna og því mikilvægt að orðalag spurninganna þvælist ekki fyrir. Eiríkur segir í samtali við Vísi að Samgöngustofa eigi hrós skilið fyrir skjót viðbrögð og ítarlegt og málefnalegt svar, og að jafnframt sé ástæða til að fagna þeirri endurskoðun prófanna sem þar er lýst. Eiríkur sendi álíka erindi fyrir þremur árum síðan. Þá fékk hann þau svör að prófin hefðu verið borin undir sérfræðinga hjá Háskóla Íslands en miðað við þær sögur sem hann hefur heyrt síðan virðist það hafa breytt litlu til betri vegar. Svo virðist sem sérfræðingar innan háskólans hafi metið það sem svo að prófin væru á réttri íslensku og því ekkert sett út á orðalag þeirra. „Þó eitthvað sé rétt íslenska getur það verið mjög tyrfið þrátt fyrir það. Þó það sé hárrétt getur það verið torskilið,“ segir Eiríkur. Eiríkur nefnir til dæmis mann sem sagði honum sögu af dóttur sinni sem hann hafði aðstoðað við lærdóm fyrir bóklega hluta bílprófsins. Sá sagði dóttur sína hafa fengið villu fyrir spurningu sem hún vissi mætavel svarið við. Spurningin hafi einfaldlega verið orðuð þannig að hún skildi hana ekki. Þetta segir Eiríkur vera óboðlegt. „Við megum ekki nota tungumálið til að mismuna fólki af ómálefnalegum ástæðum. Það er illa gert bæði gagnvart málnotendum og tungumálinu,“ segir hann. Þá gagnrýnir Eiríkur að ekkert námsefni sé til fyrir skrifleg ökupróf á erlendum tungumálum en próftakar hafa rétt á því að taka ökupróf á móðurmáli sínu. „Segjum að þú hafir pólsku að móðurmáli og getir tekið prófið á pólsku, þá er lítið gagn af því ef allt námsefnið sem þú þarft að lesa fyrir prófið er bara til á íslensku,“ segir hann. Lesskilningur hafi ekkert með ökufærni að gera Eiríkur segir að auðvitað séu ákveðin svið þar sem nauðsynlegt er að hafa góðan skilning á tungumálinu og geta rýnt í flókinn texta. Því sé í ýmsum tilvikum réttlætanlegt að hafa prófspurningar í flóknari kantinum. „En þarna er um að ræða bílpróf sem venjulegt fólk tekur og það á ekkert að vera að meta hæfni fólks í tungumálinu, það á ekkert að meta lesskilning, það er bara allt annað mál. Auðvitað er vont ef lesskilningi fer hrakandi en það kemur hæfni fólks til að keyra bíl ekkert við,“ segir hann. Eiríkur hefur fjallað ítarlega um málið á Facebookhópnum Málspjallið, sem hann stofnaði. Lesa má hugleiðingar Eiríks hér.
Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent