Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2022 11:00 Landssamband Veiðifélaga heldur úti vefsíðunni www.angling.is en þar eru vikulegar veiðitölur úr laxveiðinni uppfærðar. Veiðitölurnar sem eru komnar inn núna eru fyrir fyrstu vikuna og einum degi betur í laxveiðiánum en eins og staðan er núna eru bara fjórar ár opnaðar og bara þrjár komnar á blað. það kemur engum á óvart að sjá Urriðafoss efstan á blaði en þar hefur veiðst 81 lax frá opnun og þar er mikill stígandi í veiðinni. Norðurá hefur gefið 19 laxa sem er kannski ekki óskabyrjun en opnunarhollið var með 10 laxa og síðan þá hafa bara níu laxar bæst við en það sést eitthvað af laxi ganga en tregur er hann. Átta laxar eru skráðir úr Þverá og Kjarrá en síðan þær tölur voru gefnar upp hefur talan hækkað aðeins eins og fyrri frétt í morgun greinir frá. Blanda er fjórða áin á listanum en þar kom engin lax á land við opnun og það er engin lax skráður á vefnum sem við vonum að sé ekki rétt því það væri hörmung að sjá Blöndu opna í sjö daga laxlausa. Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði
Veiðitölurnar sem eru komnar inn núna eru fyrir fyrstu vikuna og einum degi betur í laxveiðiánum en eins og staðan er núna eru bara fjórar ár opnaðar og bara þrjár komnar á blað. það kemur engum á óvart að sjá Urriðafoss efstan á blaði en þar hefur veiðst 81 lax frá opnun og þar er mikill stígandi í veiðinni. Norðurá hefur gefið 19 laxa sem er kannski ekki óskabyrjun en opnunarhollið var með 10 laxa og síðan þá hafa bara níu laxar bæst við en það sést eitthvað af laxi ganga en tregur er hann. Átta laxar eru skráðir úr Þverá og Kjarrá en síðan þær tölur voru gefnar upp hefur talan hækkað aðeins eins og fyrri frétt í morgun greinir frá. Blanda er fjórða áin á listanum en þar kom engin lax á land við opnun og það er engin lax skráður á vefnum sem við vonum að sé ekki rétt því það væri hörmung að sjá Blöndu opna í sjö daga laxlausa.
Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 50 laxa metopnun í Blöndu í gær Veiði