Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2022 19:25 Sylwia segir það mikinn heiður að hafa verið fjallkonan í ár. RÚV Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar. Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“ 17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Sylwia ávarpaði þau sem saman voru komin á Austurvelli fyrir hádegi í dag, á hátíðardagskrá Alþingis og forsætisráðuneytisins. Skömmu áður hafði Guðni Th. Jóhannesson ásamt nýstúdentum lagt blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu. Sylwia flutti ávarp eftir Brynju Hjálmsdóttur. Sylwia er frá Póllandi en býr hér á landi og starfar sem leikkona hjá brúðuleikhúsinu Handbendi. Fréttastofa ræddi við Sylwiu um hlutverkið, og hvaða þýðingu það hafði fyrir hana að vera fjallkonan í ár. „Ég er mjög ánægð með að vera fyrsta fjallkonan sem er ekki íslensk. Ég veit að þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Og ég held að þetta sé líka þýðingarmikið fyrir aðra sem búa hér sem eru ekki íslenskir. Þetta er heiður,“ sagði Sylwia þegar fréttastofa ræddi við hana, að lokinni uppsetningu á leikritinu Heimferð, sem sýnt var í Iðnó í dag. Erfitt að segja ekki frá „Mér finnst þetta mikilvægt fyrir pólska samfélagið hér og mér finnst þetta heiður fyrir okkur, að fá að vera táknmynd Íslendinga á svona degi. Það er mikil viðurkenning,“ segir Sylwia semhefur búið hér á landi um nokkurt skeið. „Það kom mér á óvart að fá að gera þetta, ég hef ekki verið lengi á Íslandi og ég vissi ekki af þessari hefð. Þegar ég vissi að ég yrði fjallkonan varð ég mjög spennt, en ég þurfti að halda því leyndu og það var erfitt.“
17. júní Innflytjendamál Pólland Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira