Staðráðnir í að halda Eurovision í Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 14:21 Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra sigruðu keppnina í ár. getty Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Matur Fleiri fréttir Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Sjá meira
Í gær komust skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. Þess í stað hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn en Bretar áttu góðu gengi að fagna í keppninni í ár og enduðu í öðru sæti, aldrei þessu vant. Talsmenn BBC hafa tekið vel í þessa hugmynd, en ef svo færi að Bretar héldu keppnina yrði það í fyrsta sinn sem land í öðru sæti heldur keppnina ári síðar. Þessi áform Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó ekki fallið jafn vel í yfirvöld í Úkraínu sem krefjast þess að fá tækifæri til að halda keppnina. Boris Johnson vonast einnig til þess að keppnin verði haldin í Úkraínu. "Úkraínumenn unnu keppnina. Ég veit að við áttum frábært framlag og það væri gaman að halda keppnina hér í Bretlandi. En staðreyndin er sú að Úkraínumenn unnu og þeir eiga skilið að halda keppnina. Ég trúi því að þeir geti haldið keppnina og að þeir eigi að fá að halda hana,“ sagði Johnson í samtali við Sky. Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu vill að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023. „Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Tkachenko. Oleksandr Tkachenko, menningamálaráðhera Úkraínu.getty
Eurovision Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58 Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Matur Fleiri fréttir Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Sjá meira
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. 17. júní 2022 10:58