Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2022 16:31 Katla Tryggvadóttir hefur mætt mjög öflug til leiks á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild og staðið sig vel á miðjunni hjá Þrótti. vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira