Elliðaárnar opnuðu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2022 09:53 Kamilla tekur fyrstu köstin í Teljarastreng með leiðsögumanninum sínum Ásgeir Heiðar Veiði hófst í Elliðaánum í gær en töluvert er gengið af laxi í ána og inná milli má sjá nokkra sem eru ansi vænir. það var samkvæmt venju í dag að Reykvíkingur ársins opnar veiðina í Elliðaánum og að þessu sinni voru það Kamilla og Marko sem fengu þann heiður. Fyrstu flugunni kastaði Kamilla í teljarastreng en þar lágu nokkrir nýgengnir laxar sem þó litu ekki við flugunni. Marko tok eitt rennsli á eftir henni en engin lax vildi þó taka að þessu sinni. Karl Lúðvíksson Fyrsti laxinn kom svo á land á Breiðunni klukkan hálf níu og það var Kamilla sem landaði honum. Við fréttum af ellefu löxum á land í gær en áin er nokkuð vatnsmikil og þrátt fyrir það er þetta virkilega fín opnun. Það er einstaklega gaman að taka rölt að Sjávarfossi þessa dagana og horfa á laxana stökkva upp fossinn en vegfarendur eru að sama skapi beðnir um að sýna veiðimönnum tillitsemi og fara ekki nærri ánni til að styggja ekki laxinn. Karl Lúðvíksson Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
það var samkvæmt venju í dag að Reykvíkingur ársins opnar veiðina í Elliðaánum og að þessu sinni voru það Kamilla og Marko sem fengu þann heiður. Fyrstu flugunni kastaði Kamilla í teljarastreng en þar lágu nokkrir nýgengnir laxar sem þó litu ekki við flugunni. Marko tok eitt rennsli á eftir henni en engin lax vildi þó taka að þessu sinni. Karl Lúðvíksson Fyrsti laxinn kom svo á land á Breiðunni klukkan hálf níu og það var Kamilla sem landaði honum. Við fréttum af ellefu löxum á land í gær en áin er nokkuð vatnsmikil og þrátt fyrir það er þetta virkilega fín opnun. Það er einstaklega gaman að taka rölt að Sjávarfossi þessa dagana og horfa á laxana stökkva upp fossinn en vegfarendur eru að sama skapi beðnir um að sýna veiðimönnum tillitsemi og fara ekki nærri ánni til að styggja ekki laxinn. Karl Lúðvíksson
Stangveiði Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði