Innlent

Auglýst að nýju eftir íslenskum dómurum við MDE

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg. Nordicphotos/AFP

Forsætisráðuneytið hefur auglýst eftir nýjum aðilum sem tilnefndir verða af Íslands hálfu í stað þeirra tveggja sem drógu umsókn sína til baka.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins

Greint var frá því í gær að Stefán Geir Þórisson og Jónas Þór Guðmundsson hefðu dregið umsókn sína til baka. Oddný Mjöll Arnardóttir verður áfram á meðal þeirra sem tilnefndir verða af íslenska ríkinu, enda sú eina sem ekki dró umsókn sína til baka. 

Í tilkynningu stjórnarráðsins segir einnig að fimm manna hæfisnefnd sem forsætisráðherra skipaði hafi metið alla umsækjendur hæfa til að verða tilnefnd af Íslands hálfu og hafi þeir verið tilnefndir í kjölfarið. Ráðgjafanefnd sérfræðinga á vegum Evrópuráðsins hafi ekki gert athugasemdir við það mat. 

Í skýrslu nefndar Evrópuráðs segir að allir þrír umsækjendur Íslands hafi verið teknir í viðtal 7. júní. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fresta því því að skila niðurstöðu sinni með meðmælum sínum til Evrópuráðsins að loknum viðtölum. Ekkert segir þó um ástæðu þess að sú ákvörðun var tekin.

Á vef stjórnarráðsins segir að því hafi nú verið auglýst á ný eftir umsækjendum og verði ferlinu flýtt eins og kostur er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×