Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2022 12:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur víst að nokkrir sinna umbjóðenda muni fara fram á endurupptöku á sínum málum. vísir/Rakel Ósk Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira