Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands varð skjálftinn þegar klukkuna vantaði ellefu mínútur í sex og átti hann upptök sín í norðanverðri öskju fjallsins.
Hann bætir síðan við að skjálftar af þessari stærð séu nokkuð reglulegir í Bárðarbungu og ekki er ljóst hvort hann hafi fundist í byggð.
Að öðru leyti virðist hafa verið nokkuð rólegt á skjálftavaktinni frá miðnætti miðað við kort Veðurstofunnar.