Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 09:46 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59