Strætó og Hopp vilja sameina krafta sína Snorri Másson skrifar 1. júlí 2022 08:16 Hopp og Strætó eiga nú í samstarfi og vonast til að geta gert fólki kleift að samtengja ferð með rafskútu og strætisvagni. Svona ferðir gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi rafskútufyrirtækisins þegar fram í sækir. Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54