Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:39 Ríkisútvarpið þarf að greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt vegna málsins. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels